Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 38

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2011, 18. júlí kl. 12:00 var haldinn 38. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Garðar Mýrdal, Sigurður Eggertsson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Ólöf Vilbergsdóttir, Guðjón Ingi Eggertsson og Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hringrás, bruni aðfaranótt 12. júlí sl.
Lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. júlí 2011.
Lögð fram svohljóðandi tillaga að bókun nefndarinnar:

Heilbrigðisnefnd harmar að bruni hafi átt sér stað á starfssvæði Hringrásar efh. við Klettagarða hinn 12. júlí sl. Í kjölfar brunans árið 2004 hefur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkt starfsleyfisskilyrði fyrir rekstur fyrirtækisins sem fela í sér talsvert strangari kröfur til umhverfis- og öryggismála en fyrir voru. Allir aðilar sem komu að slökkvistarfinu eru sammála um að þau skilyrði hafi sannað gildi sitt. Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að starfsemi Hringrásar sé með þeim hætti að hún ógni ekki umhverfi eða almannhagsmunum og felur Heilbrigðieftirliti Reykjavíkur að skoða hvaða ráðstafanir megi gera til þess að tryggja enn frekar öryggis- og umhverfismál fyrirtækisins í framtíðinni. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heilbrigðisnefndar.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:57

Kristín Soffía Jónsdóttir
Sigurður Eggertsson Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson