Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 37

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2011, 20. júní kl. 15:35 var 37. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur haldinn í fundarsal Arnarholti 3. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir, Páll Hjaltason, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Ellý K. Guðmundsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Magnea Karlsdóttir, Anna Rósa Böðvarsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Örn Sigurðsson (kl. 16.20) og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Eftirlit á leiksvæðum og opnum svæðum.
Magnea Karlsdóttir kynnti.

- Garðar Mýrdal kom á fundinn 15.38

2. Loftgæði í Reykjavík.
Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti.

3. Sorphirða í Reykjavík.

a. Lögð fram á ný fyrirspurn fulltrúa D-lista, svohljóðandi:

Fulltrúi sjálfstæðisflokksins óskar eftir því að borgarlögmaður skeri úr um hvort verið sé að brjóta jafnræðisregluna á borgarbúum með nýjum reglum og gjaldtöku um sorphirðu. Þá er óskað eftir áliti um það hvort tilfærsla á öskutunnugerðum sé byggingarleyfisskylt og eins hvort hægt sé að gera deiliskipulag afturvirkt.

Lagt fram skriflegt svar borgarlögmanns dags. 10. júní 2011 og minnisblað frá Skipulags- og byggingasviði dags. 14. mars.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir kynnti.

b. Fulltrúi Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Verið er að mæla upp fjarlægð frá sorphirðugerði að sorphirðubíl aftur í öllum hverfum borgarinnar.
1. Hver er tilgangurinn með því?
2. Hafa verið ráðnir starfsmenn sérstaklega til að sinna þessu verkefni og hver er kostnaðurinn við þessa framkvæmd?
3. Hver er kostnaður borgarbúa við að sækja um byggingarleyfi og úttekt við færslu sorpgerða?

Lögð fram svör frá Skrifstofu Neyslu og úrgangs og frá Skipulags – og byggingasviði. Guðmundur B. Friðriksson kynnti.

Fulltrúi Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Hver er sundurliðaður heildarkostnaður við breytta sorphirðu í Reykjavík?

4. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 20. júní 2011.

5. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 20. júní 2011.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15.51

Kristín Soffía Jónsdóttir
Páll Hjaltason Garðar Mýrdal
Marta Guðjónsdóttir Ólafur Jónsson
Sigurður Eggertsson