No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2011, 9. júní kl. 10:30 var haldinn 36. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. Hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Ellý K. Guðmundsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Magnea Karlsdóttir og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kanínur í borgarlandinu.
Rætt um fjölgun kanína í borgarlandinu.
2. Sorphirða í Reykjavík
a. Lögð fram drög að verklagsreglum.
Guðmundur B. Friðriksson kom á fundinn og kynnti.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Í tilefni af kynningu þ. 9.6.2011 á drögum að verklagsreglum um s.k. 15 metra reglu við sorphirðu í Reykjavík er eftirfarandi bókað. Í röksemd fyrir 15 metra reglunni var er sagt að íbúar Reykjavíkur eigi að greiða í samræmi við þá fyrirhöfn sem sorphirða við heimili kostar. Bennt hefur verið á þann galla að þeir sem eru með sínar tunnur innan við 15 metra frá sorphirðustað borga ekki aukagjald en þeir sem eru með tunnurnar í yfir 15 metra fjarlægð, greiða sama gjaldið hvort sem um er að ræða 16 metra eða 60. Rökin fyrir reglunni eru vafasöm í þessari útfæsrtslu. Íbúar hafa ennfremur áhyggjur af nýsamþykktri 10 daga sorphirðu og það verður að bregðast við í sumar, þegar hitnar í veðri, verði lyktarvandarmál á einhverjum stöðum til óþæginda eða heilsuspillandi aðstæður skapast jafnvel af sorpi. Megin atriði þessa málaflokks snýr þó að mótun á stefnu Reykjavíkurborgar um að draga úr úrgangi, auka flokkun og endurvinna úrgang sem fellur til í borginni. Sorphirðan er mikilvægur hluti grunnþjónustu borgarsamfélagsins og hana verður að leysa af hendi með hagsmuni íbúanna í huga. Fulltrúi VG í Heilbrigðisnefnd áréttar það að öryggi og hagkvæmni verður best tryggt með rekstri almannafyrirtækis á borð við Sorpu bs. en ekki með útvistun eða einkavæðingu. Reykjavíkurborg hlýtur að stefna ótrauð að flokkun og endurnýtingu allra verðmæta jafnframt því sem áhersla verður lögð á metangas og moltugerð úr öllum lífrænum úrgangi sem ekki mun aðeins færa borgarbúum góða mold og vistvænna eldsneyti heldur um leið minnka stórlega útblástur gróðurhúsaloftegunda frá urðunarstöðum.
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sambest benda á að samkvæmt skrifstofustjóra neyslu og úrgangs hefur 10 daga sorphirða gengið vel. Auk þess hefur Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur ekki borist neinar kvartanir frá því að farið var í 10 daga hirðu. Með því að lengja hirðutímann eru fólki sett aukin takmörk á það magn úrgangs sem heimili skila frá sér. Auðvelt er að taka frá þurr endurvinnsluefni eins og t.d. skilagjaldsumbúðir og pappír og minnka þannig það magn sem þarf að fara í svörtu tunnuna. Þannig veitir 10 daga hirðan fólki aukna hvatningu til að endurvinna auk þess sem að hún dregur úr kostnaði við hirðu.
b. Lögð fram á ný fyrirspurn fulltrúa D-lista, svohljóðandi:
Fulltrúi sjálfstæðisflokksins óskar eftir því að borgarlögmaður skeri úr um hvort verið sé að brjóta jafnræðisregluna á borgarbúum með nýjum reglum og gjaldtöku um sorphirðu. Þá er óskað eftir áliti um það hvort tilfærsla á öskutunnugerðum sé byggingarleyfisskylt og eins hvort hægt sé að gera deiliskipulag afturvirkt.
Frestað.
Fulltrúi Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Verið er að mæla upp fjarlægð frá sorphirðugerði að sorphirðubíl aftur í öllum hverfum borgarinnar.
1. Hver er tilgangurinn með því?
2. Hafa verið ráðnir starfsmenn sérstaklega til að sinna þessu verkefni og hver er kostnaðurinn við þessa framkvæmd?
3. Hver er kostnaður borgarbúa við að sækja um byggingarleyfi og úttekt við færslu sorpgerða?
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning gæludýra.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. júní 2011.
4. Höfnun starfsleyfis. Professional Carwash Hraunbæ 131.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. maí og 2. júní 2011.
Samþykkt.
5. Umsókn um undanþágu frá 19. gr. rlg. nr. 941/2002 um hollustuhætti fyrir heimsóknir hunda á Sjálfsbjargarheimilið og sambýlið Byggðarenda 6.
Lögð fram bréf dags. 11. maí og 6. Júní 2011 og tillaga að bókun heilbrigðisnefndar.
Samþykkt.
6. Samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002.
Kynning á drögum að breytingum.
7. Eftirlit á leiksvæðum og opnum svæðum.
Kynning.
Frestað
8. Loftgæði í Reykjavík.
Kynning.
Frestað
9. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 9. júní 2011.
10. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 9. júní 2011.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.10
Kristín Soffía Jónsdóttir
Margrét Kristín Blöndal Garðar Mýrdal
Marta Guðjónsdóttir Ólafur Jónsson