Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2011, 13. maí kl. 13.15 var haldinn 35. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. Hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Páll Hjaltason, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir, og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kosning í heilbrigðisnefnd.
Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 19. apríl 2011.
2. Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. apríl 2011.
Nefndin tók undir umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
- Kristín Lóa Ólafsdóttir kom á fundinn vegna mála 1-7.
3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. apríl 2011.
Nefndin tók undir umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
4. Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. apríl 2011.
Nefndin tók undir umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
5. Vísindagarðar - deiliskipulag.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. maí 2011.
Nefndin tók undir umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
6. Flokkun vatnshlota - reglugerðardrög.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. maí 2011.
Nefndin tók undir umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
7. Nýting jarðhita við Gráuhnúka – frummatsskýrsla.
Skýrsla Mannvits dags. mars 2011 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. maí 2011.
Nefndin samþykkti eftirfarandi bókun einróma:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur heilshugar undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi frummatsskýrslu vegna nýtingar jarðhita við Gráuhnúka. Sérstaklega er tekið undir þær athugasemdir að í engu er getið mögulegra áhrifa mikillar aukningar á losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið og áhrifum þess á höfuðborgarbúa og þar með þéttbýlasta svæði landsins. Raunveruleg aukning á brennisteinsvetni er ekki reiknuð út í skýrslunni en getur skv. mati Heilbrigðiseftirlitsins orðið í kringum 40#PR. Ekki er tekið tillit til veðurfarsþátta sem gera að verkum að mengun berist til borgarinnar. Einnig er gagnrýnivert að ekki sé tekið tillit til raunmælinga á brennisteinsvetni sem Reykjavíkurborg hefur framkvæmt síðan 2006 og haft frumkvæði að vakta á landsvísu, né þeirra mælinga getið á nokkurn hátt í skýrslunni. Einungis er stuðst við reiknuð gildi þrátt fyrir að raunmælingar sem til eru sýni allt að 140#PR hærri ársmeðaltölum en spálíkan sem notað er í skýrslunni gerir ráð fyrir. Ekki er getið nýlegra rannsókna í Reykjavík sem sýna m.a. aukningu í astmalyfjanotkun og lyfjanotkun gegn hjartaöng í kjölfar hás styrks brennisteinsvetnis í andrúmslofti þrátt fyrir að sérfræðingar Heilbrigðiseftirlitsins og fleiri m.a. læknar telji þörf á frekari rannsóknum á langtímaáhrifum lágs styrks brennisteinsvetnis á fólk. Heilbrigðisnefnd telur mikilvægt að fyrirhugaðar framkvæmdir við Gráuhnúka verði teknar til rækilegrar endurskoðunar m.t.t. aukningar á brennisteinsvetni frá nýjum borholum og þá mögulegra mótvægisaðgerða sem grípa þarf til þannig að gildi brennisteinsvetnis haldist innan ákvæða reglugerðar auk þess að metin verði sérstaklega áhrif á loftgæði þéttbýlasta svæði landsins.
- Anna Rósa Böðvarsdóttir kom á fundinn.
- Kl. 14.01 fór Páll Hjaltason af fundi.
- Kl. 14.10 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
8. Eftirlitsverkefni – saltkjöt.
Garðar Sigurþórsson kynnti eftirlitsverkefni með saltkjöti.
9. Eftirlit á leiksvæðum og opnum svæðum. Kynning.
Frestað.
10. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar.
- Guðmundur B. Friðriksson kom á fundinn.
11. Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Tillaga að breytingu.
Nefndin samþykkti tillögu að breytingu einróma.
12. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 13. apríl 2011.
13. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 13. apríl 2011.
Fundi slitið kl. 14.43
Kristín Soffía Jónsdóttir
Sigurður Eggertsson Garðar Mýrdal
Kjartan Magnússon Ólafur Jónsson.