Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 34

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2011, 7. apríl n.k. kl. 10.30 var haldinn 34. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. Hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Páll Hjaltason, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ráðning heilbrigðisfulltrúa.
Lögð fram tillaga að ráðningu Guðjóns Inga Eggertssonar.
Tillagan var samþykkt einróma.
2. Reglur vegna dýrahalds í þéttbýli – drög.
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti drög að reglum vegna leyfisveitinga til dýrahalds annarra en gæludýra, í þéttbýli.

3. Leiðbeiningar um gerð vöktunaráætlun vegna fiskeldisstöðva.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. mars 2011.
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti umsögnina.

4. Kynning á rannsóknum á þorramat.
Garðar Sigþórsson, heilbrigðisfulltrúi, kynnti niðurstöður árlegrar rannsóknar á gæðum þorramatar.

5. Niðurstöður hlákusýna.
Óskar Í. Sigurðsson, deildarstjóri, kynnti niðurstöður hlákusýna, sem tekin voru til að kanna hlákumengun drykkjarvatns í borginni og viðbrögð við niðurstöðunum.

6. Innkallanir matvæla.
Óskar Í. Sigurðsson, deildarstjóri, kynnti tíðar innkallanir matvæla vegna ófullnægjandi merkinga undanfarið.

7. Frumvarp til breytinga á lögum um fjöleignahús.
Lögð fram til kynningar umsögn borgarlögmanns dags. 22. febrúar 2011.
8. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar dags. 8. apríl 2011.
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 8. apríl 2011.

Fundi slitið kl. 12.05

Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Páll Hjaltason
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson