Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 32

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2011, 3. febrúar n.k. kl. 10.30 var haldinn 32. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Páll Hjaltason, Garðar Mýrdal, Óskar Örn Guðbrandsson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Ellý K. Guðmundsdóttir, Gunnar Hersveinn, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kosning heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og kosning varaformanns.
Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 19. janúar 2011. Tillaga um að Páll Hjaltason yrði kjörinn varaformaður nefndarinnar var samþykkt einróma.

2. Starfsdagur heilbrigðisnefndar.
Samþykkt var að stefna að starfsdegi nefndarinnar 24. febrúar n.k. kl. 9-12. Dagskrá starfsdags verður send út síðar.

3. Ráðning heilbrigðisfulltrúa.
Lögð fram tillaga að ráðningu Kolbrúnar Georgsdóttur. Nefndin samþykkti ráðningu Kolbrúnar einróma.

4. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 88. fundar framkvæmdastjórnarinnar.

Örn Sigurðsson vék af fundi og við fundarritun tók Óskar Í. Sigurðsson.

5. Heiðmörk – deiliskipulag.
Lagt fram til kynningar bréf Skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. janúar 2011 og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 og 17. janúar 2011.

6. Frumvarp til laga um náttúruvernd.
Lögð fram til kynningar frumvarpsdrög og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

7. Endurskoðun heilbrigðissamþykkta – hundahald, gæludýr og búfé.
Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 2. desember 2010. Skipað í nefnd um endurskoðun samþykktar um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002; Einar Örn Benediksson, Kristín Erna Arnardóttir og Gísli Marteinn Baldursson.
Umfjöllun um aðrar samþykktir frestað.

- Örn Sigurðsson kom á fundinn og tók aftur við fundarritun.

8. Neysluvatnssýnataka við Árbæjarstíflu – niðurstöður rannsókna.
Kynntar voru niðurstöður rannsóknar vegna fráviks vatnssýnis við sýnatöku við Árbæjarstíflu. Nefndin sameinaðist um svohljóðandi bókun: „Heilbrigðisnefnd tekur undir með Framkvæmdastjórn um vatnsvernd að ekki megi slaka á vöktun grunnvatns og á vatnsverndarsvæðinu. Jafnframt er því beint til Orkuveitunnar að endurskoða hlákuáætlun með tilsjón af fyrri rannsóknum og nýskeðu fráviki við Árbæjarstíflu. Heilbrigðisnefnd ítrekar fyrri kröfu um að hraða samantekt á þeim rannsóknum sem eru til staðar og að jafnframt verði farið í frekari rannsóknir svæðinu.“

9. Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. – kæra vegna starfseyfisútgáfu.
Lögð fram til kynningar bréf umhverfisráðuneytis dags. 21. janúar 2011 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2011.

10. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi
Lagðir fram listar dags. 3. febrúar 2011.

11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 3. febrúar 2011.

Fundi slitið kl. 12.02

Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Páll Hjaltason
Garðar Mýrdal Óskar Örn Guðbrandsson Ólafur Jónsson