Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 30

Heilbrigðisnefnd

HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2010, 3. maí kl. 13.30 var haldinn 30. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Þórunn Benný Birgisdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfsleyfisskilyrði Íslenska Gámafélagsins.
Lagðar fram tillögur að sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Íslenska Gámafélagið vegna endurskoðunar starfsleyfis fyrirtæksins.
Frestað.

2. Vöktun vegna öskufalls.
Árný Sigurðardóttir kynnti fyrirkomulag og niðurstöður vöktunar vegna öskufalls.

3. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Lagt fram bréf til kynningar umhverfisráðuneytis dags. 9. apríl 2010.

4. Daggæsla í húsnæði á gæsluvelli.
Lagður fram tölvupóstur dags. 24. mars 2010 og bréf umhverfisráðuneytis dags. 24. mars 2010 til kynningar.

5. Nóróveirusýking á þjónustuíbúðum og þjónustumiðstöð aldraðra.
Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson kynntu.

6. Hreinsun lóðar á kostnað eiganda. Laugavegur 82.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. maí 2010 með tillögu um hreinsun lóðar á kostnað eiganda. Samþykkt einróma.

7. Úrskurður umhverfisráðuneytis vegna starfsleyfis Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis og Skotfélags Reykjavíkur.
Lagt fram á ný bréf umhverfisráðuneytis dags. 16. mars 2010 og úrskurður dags. 15. mars 2010. Rósa Magnúsdóttir kynnti niðurstöður ráðherra og Örn Sigurðsson fór yfir stöðu málsins.
Frestað.

8. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi
Lagðir fram listar dags. 3. maí. 2010.

9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 3. maí 2010.
Nefndin óskaði eftir frestun á afgreiðslu leyfa nr. 7163-7167 vegna nýrra framkominna upplýsinga.

Fundi slitið kl. 14.55

Kristján Guðmundsson
Þórunn Benný Birgisdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal