No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2008, 2. apríl n.k. kl. 10 var haldinn 3. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal – Borgarstjórnarsalur, 5. hæð, Skúlatúni 2. Fundinn sátu Egill Örn Jóhannsson, Kristján Guðmundsson, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Gunnar Hersveinn og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Loftgæði í Reykjavík. Niðurstöður mælinga úr færanlegri mælistöð.
Kynning á skýrslum. Anna Rósa Böðvarsdóttir kom á fundinn.
Guðrún Erla Geirsdóttir kom á fundinn kl. 10.20.
Fulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að leitað verði upplýsinga um:
1. Hve langan tíma það tekur mengun sem minnkar um 10#PR við blauthreinsun gatna að fara niður í 0#PR?
2. Hvort og þá hve mikið sígrænn lággróður bindi mengun? Athugað erði hvort gerðar hafa verið tilraunir erlendis með að setja slíkan gróður á umferðareyjar á milli akk sem og meðfram stórum umferðaræðum. Ef slíkt hefur verið gert, þá sækja upplýsingar um hvaða árangri slíkt hefur skilað.
Heilbrigðisnefnd óskar eftir því að hraðað verði vinnu við aðgerðaráætlun vegna loftgæða í Reykjavík.
2. Umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs til kynningar.
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar umsagnir heilbrigðiseftirlits:
Hallsvegur – Úlfarsfellsvegur
Sundabraut áfangi 1-Sundagöng og eyjalausn
Atlantsolía
Grjótháls/Vesturlandsvegur-breytt deiliskipulag.
- Svava S. Steinarsdóttir kom á fundinn.
3. Vesturgata 51.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. apríl 2008.
Tillaga um hreinsun lóðar á kostnað eiganda var samþykkt einróma.
4. Aðkoma heilbrigðiseftirlits að húsnæðisskoðunum.
Kynning . Rósa Magnúsdóttir kynnti.
- Ellý K. Guðmundsdóttir kom á fundinn kl. 11.00.
5. Regnvatnsrör í Nauthólsvík – Ylströndin.
Kynning. Árný Sigurðardóttir kynnti.
Fulltrúar F og D lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
“Á undanförnum árum hefur orðið mikil uppbygging á ströndinni við Nauthólsvík og hreinsun strandarinnar þannig að í dag er útivistarperla á svæðinu í formi baðstrandar, sem háð er reglubundnu eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Í ljósi umfjöllunar um olíumengað vatn úr ofanvatnsröri í Nauthólsvík, vestan við ylströnd, vill heilbrigðisnefnd þakka Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir að hafa brugðist skjótt við ábendingum er bárust eftirlitinu hinn 13. mars sl. með eftirlitsferð samdægurs og í beinu framhaldi kröfum um úrbætur þar sem komið var í veg fyrir að vatni úr grunni á athafnasvæði Háskólans í Reykjavík væri beint í ofanvatnslögnina. Grunnvatninu er hér eftir beint í fráveitulögn Orkuveitu Reykjavíkur sem fer í gegnum hreinsunarstöðina að Klettagörðum.
Umrætt ofanvatnsrör uppfyllir í alla staði þær kröfur sem lög og reglugerðir gera um slík rör en að mati heilbrigðisnefndar er frágangur og ásýnd rörsins ekki heppilegur á þessum stað. Heilbrigðisnefnd fagnar því að Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að bæta frágang rörsins, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, þar sem tryggt verður, sem fyrr, að um rörið fari einungis ofanvatn. Einnig er staðfest að allt ofanvatn af bílastæðum Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri sem rennur í lögnina fer í gegnum olíuskiljur áður en það rennur í lögnina.“
6. Undanþágubeiðni frá sorphirðu.
Lagt á ný fram bréf Kvasa lögmanna dags. 22. febrúar 2008.
Lögð fram tillaga að svari við undanþágubeiðninni, svohljóðandi:
“Vísað er í erindi yðar dags. 22. febrúar sl. Beðist er velvirðingar vegna tafar á svari. Í bréfi yðar kemur fram að umbjóðandi yðar hafi tekið ákvörðun um að kaupa 1100 L sorpílát og í framhaldi hafi skrifstofa Neyslu og úrgangs þ.e. sorphirðan gert athugasemd við stærð ílátanna þar sem sorphirðubílar á vegum borgarinnar séu ekki með útbúnað til að taka svo stór ílát.
Umhverfis- og samgöngusvið hefur skoðað málið og veitir neikvæða umsögn um undanþágu til Íslenska gámafélagsins til sorphirðu að Þórðarsveig 32-36. Meginástæðan er að halda umferð stórra atvinnutækja sem mest í skefjum í íbúðarhverfum. Ef fordæmi skapast fyrir því að sorphirða frá heimilum geti orðið á margra höndum eykst truflun í íbúðarhverfunum. Ekki er séð að sérstakar þarfir liggi fyrir því að notuð séu ílát af stærðinni 1100 L við Þórðarsveig 32-36 fremur en aðrar stærðir sem notaðar eru við önnur fjölbýlishús í borginni
Í 2.2 gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík segir: “Sérhverjum húsráðenda íbúðarhúsnæðis í Reykjavík er skylt að nota þau ílát og þær aðferðir sem heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákveður.” Ekki er talið að aðstæður við Þórðarsveig 32-36 séu þannig að ekki sé hægt að nota þau ílát sem Umhverfis- og samgöngusvið býður upp á
Í ljósi ofangreinds hafnar Umhverfis- og samgöngusvið beiðni um undanþágu og fer fram á að keypt verði ílát í samráði við sviðið t.d. 800 L.“
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1.
7. Fjöldi ljósabekkja 2005 og 2008.
Kynning. Rósa Magnúsdóttir kynnti.
8. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. apríl 2008.
9. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar dags. 2. apríl 2008.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.59
Egill Örn Jóhannsson
Kristján Guðmundsson Guðrún Pálína Ólafsdóttir
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson