No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2010, 29. mars kl. 13.30 var haldinn 29. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Elínbjörg Magnúsdóttir, Ingvar Jónsson, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Guðrún Erla Geirsdóttir. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Niðurstöður eftirlits úr grunnskólum.
Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
2. Niðurstöður eftirlits með leikskólum 2009.
Bergrún Gunnarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
3. Niðurstöður vöktunar 2009 - ár og vötn.
Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
4. Þorramatur.
Garðar Sigurþórsson, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
5. Salmonella í svínakjöti.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
6. Salmonella í kjúklingum.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
7. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd.
Fundargerð 83. lögð fram lögð fram til kynningar.
- Guðrún Erla Geirsdóttir vék af fundi kl. 14.45.
8. Hverfisráð Hlíða – svifryk.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. mars 2010.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég vil þakka fyrir svar starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) sem lagt er fram við fyrirspurnum sem ítrekað hafa komið fram í Hverfisráði Hlíða frá íbúasamtökum þriðja hverfis varðandi loftgæðamál og áætlanir borgaryfirvalda vegna þess hve oft magn svifryks fer yfir heilsufarsmörk í borginni við ríkjandi aðstæður. Þar eð svarbréf HER er stílað til mín þá tek ég gjarnan að mér að koma því á framfæri við íbúasamtökin. Í tilefni svarsins vil ég jafnframt láta koma fram þá skoðun mína að starfsmenn HER vinna að mínu mati af metnaði að úrbótum í loftgæðamálum. Miðað við aðstæður sem lagaheimildir og fjárveitingar borgaryfirvalda leyfa eru mælingar loftmengunar, upplýsingar til almennings og heinsun gatna í góðum fravegi hjá starfsmönnum borgarinnar. Það fjölgar stöðugt rannsóknarniðurstöðum sem sýna hve alvarlegt öryggis- og heilsufarsvandamál hún er loftmengunin sem hér um ræðir. Það er eðlileg og skiljanleg krafa frá íbúum borgarinnar að ráðandi stjórnmálayfirvöld taki af meiri alvöru á þessum málum og grípi til enn skjótvirkari ráðstafana til að minnka svifryk og aðra loftmengun frá umferð og framkvæmdarsvæðum.
9. Drög að reglugerð um varnir gegn mengun frá olíu.
Lögð fram drög að reglugerð og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. mars 2010. Svava S. Steinarsdóttir kom á fundinn og kynnti umsögnina. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
10. Umsögn um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.
Lagt fram deiliskipulag 3. febrúar 2005 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. mars 2010. Svava S. Steinarsdóttir kom á fundinn og kynnti umsögnina. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina
11. Úrskurður Umhverfisráðuneytis vegna starfsleyfis Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis og Skotfélags Reykjavíkur. Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 16. mars 2010 og úrskurður dags. 15. mars 2010.
Frestað.
12. Hundamál – Heiðargerði 110.
Lagt fram bréf Sigrúnar B. Einarsdóttur dags 28. febrúar 2010 og drög að bréfi heilbrigðisnefndar dags. 29. mars 2010.
Nefndin samþykkti drögin með smávægilegum breytingum.
13. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi
Lagðir fram listar dags. 29. mars. 2010.
14. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 29. mars 2010.
Fundi slitið kl. 15.25.
Elínbjörg Magnúsdóttir
Ingvar Jónsson Ragnhildur Guðjónsdóttir
Garðar Mýrdal Guðrún Erla Geirsdóttir.