Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2010, 11. janúar n.k. kl. 13.30 var haldinn 26. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Arnarholti, 3. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir, Garðar Mýrdal, Dagbjört Hákonardóttir, og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Breyting á deiliskipulagi – Fylkisvöllur.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. desember 2009.
Frestað.
2. Loftmengun við áramót.
Kynning. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.
3. Drög að reglugerð um brennisteinsvetni.
Lögð fram drög að reglugerð og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. janúar 2010. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
4. Drög að frumvarpi til laga um umhverfisábyrgð.
Lagður fram tölvupóstur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 19. nóvember 2009 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. desember 2009.
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
5. Takmörkun rekstrarleyfis veitingastaðar.
Kynning. skar Í. Sigurðsson, deildarstjóri, gerði grein fyrir málinu.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins.
6. Stöðvun starfsemi.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. desember 2009.
Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri, gerði grein fyrir málinu.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins.
7. Framsal eftirlits.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 22. desember 2010.
Nefndin samþykkti að leita eftir nýjum samningum um framsal eftirlits við Umhverfisstofnun, enda fylgi heimild til beitingar þvingunarúrræða samkomulagi um eftirlit.
8. Hólmsheiði - athafnasvæði.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 8. desember 2009. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, kynnti.
9. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram 81. fundargerð. Nefndin tók undir bókanir framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis og samþykkti að erindi Kópavogsbæjar um breytingar á vatnsverndarsvæði yrði vísað til samvinnunefndar um skipulag höfuðborgarsvæðisins.
10. Starfsmannamál.
Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, skýrði frá andláti Ómars Loga Gíslasonar, heilbrigðisfulltrúa.
11. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar dags. 11. janúar 2010.
12. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 11. janúar 2010.
Fundi slitið kl. 14.40.
Kristján Guðmundsson
Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Garðar Mýrdal Dagbjört Hákonardóttir
Ólafur Jónsson.