Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 24

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2009, 12. nóvember kl. 13:35 var haldinn 24. fundur heilbrigðisnefndar að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Ragnhildur Jónasdóttir, Garðar Mýrdal, Elínbjörg Magnúsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Berglind Guðmundsdóttir, Ása Þorkelsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð milli 14-15 og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Heiðmörk – deiliskipulag.
Kynning, lögð fram drög að greinargerð október 2009.
Ásgeir Gunnarsson kynnti.

2. Stýrimannastígur 14.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 5. október 2009.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.

3. Ís úr vél - Grænmetiskönnun.
Kynning á niðurstöðum eftirlitsverkefna.
Berglind Guðmundsdóttir og Ása Þorkelsdóttir kynntu.

4. Matarsýking í Nýja Kaupþingbanka og tengdum fyrirtækjum.
Kynning.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.

Ragnhildur Jónasdóttir kom á fundinn kl. 14.45

5. Eftirlit með hávaða í grunnskólum.
Kynning á niðurstöðum eftirlits.
Frestað.

6. Reykjavíkurflugvöllur – öryggismál.
Lögð fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 28. september, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. október 2009 og bréf Flugstoða ohf. dags. 19. október 2009.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

7. Suðvesturlínur.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. október 2009 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. október 2009.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

8. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram fundargerð 80. fundar. Árný Sigurðardóttir kynnti.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun:
Í sambandi við áætlanir um athafnasvæði á Hólmsheiði, sbr. 1. dagskrárlið í fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins 28. okt. 2009, lýsir fulltrúi VG í Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur áhyggjum af því hve athafnir manna þrengja stöðugt meir að vatnsverndarsvæðinu. Einnig er tekið undir gagnrýni framkvæmdastjórnarinnar varðandi það að áætlanir gera ráð fyrir losun ofanvatns frá athafnasvæðinu í Hólmsá. Gera verður kröfur til ýtrustu varfærni í allri umgengni við vatnsverndarsvæðið og tryggja að athafnir manna og framkvæmdir ógni ekki öryggi eða gæðum neysluvatns höfuðborgarinnar.

9. Hólmsheiði - deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingarsvið dags. 12. október 2009, umhverfisskýrslu og greinargerð dags. 2. mars 2009 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. nóvember 2009.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

10. Hólmsheiði – losunarstaður.
Lagt fram bréf Þóris J Einarssonar dags. 5. október 2009 og drög að svari Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 28.október 2009.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

11. Tæknigrunnskólinn.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. október 2009 og bréf Umhverfisráðuneytis dags. 9. nóvember 2009.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.

12. Samtök íslenskra loðdýrabænda.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 14. október 2009 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. október 2009.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

13. Starfsleyfisskilyrði fyrir bílapartasölur.
Lögð fram drög að skilyrðum til samþykktar
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
Heilbrigðisnefnd samþykkti starfsleyfisskilyrðin.

Dagbjört Hákonardóttir yfirgaf fundinn kl. 15.45

14. Starfsdagur heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

15. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar dags. 2. nóvember 2009.

16. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. nóvember 2009.

Fleira gerðist ekki

Fundi slitið kl. 16:02

Kristján Guðmundsson
Ragnhildur Jónasdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Garðar Mýrdal Dagbjört Hákonardóttir
Ólafur Jónsson