Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 23

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2009, mánudaginn 12. október kl. 8:30 var haldinn 23. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir, Garðar Mýrdal, Stefán Benediktsson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Lagt fram fumvarp að fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2010, það yfirfarið og útskýrt og fyrirspurnum svarað. Jafnframt voru lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar við Umhverfisstofnum um yfirtöku loftgæðamælitækja borgarinnar (tveggja fastra stöðva við Grensásveg og í Fjölskyldu- og húsdýragarði) og yfirlýsing Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um samstarf og skyldur aðila vð framkvæmd loftgæðamælinga. Samningurinn og yfirlýsingin hafa verið lögð til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar VG og Samfylkingar í Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lýsa yfir áhyggjum af afleiðingum niðurskurðar í fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðisefti rlit Reykjavíkur á sama tíma og útlit er fyrir vaxandi þörf fyrir starfsemi á sviði heilbrigðiseftirlits. Bent skal á i þessu sambandi að sveitarfélagið Reykjavík hyggst ekki nýta til fulls tekjustofna sína. Ekki hefur fulltrúum í heilbrigðisnefndinni gefist kostur á að taka virkan þátt í mótun fjárhagsáætlunarinnar, né heldur að skoða til neinnar hlítar afleiðingar niðurskurðarins. Því sitja fulltrúar VG og Samfylkingar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2010.

Fundi slitið kl. 9.12

Kristján Guðmundsson
Ragnhildur Guðjónsdóttir Ragnhildur Jónasdóttir
Garðar Mýrdal Stefán Benediktsson
Ólafur Jónsson.