Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2009 7. september n.k. kl. 13:30 var haldinn 21. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir, Stefán Benediktsson, Margrét Guðnadóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Vöktun strandsjávar, áa og vatna í Reykjavík.
Kynning á niðurstöðum eftirlits. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti.
2. Vöktun loftgæða í Reykjavík – Steinahlíð og Naustabryggja o.fl.
Kynning á niðurstöðum. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi kynnti.
3. Eftirlit á opnum leiksvæðum og skólalóðum.
Kynning. Magnea Karlsdóttir og Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúar, komu á fundinn og kynntu.
Stefán Benediktsson vék af fundi kl. 14.55.
4. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar dags. 7. september 2009.
5. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 7. september 2009.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15.05.
Kristján Guðmundsson
Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Margrét Guðnadóttir Ólafur Jónsson.