Heilbrigðisnefnd
HEILBRIGÐISNEFND
Ár 2009, 17. ágúst n.k. kl. 13.30 var haldinn 20. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Þórunn Benný Birgisdóttir, Ólafur Jónsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Eygerður Margrétardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Nýr varafulltrúi Vinstri grænna.
Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 3. júní 2009.
2. Svæðisáætlun um úrgang.
Kynning. Lúðvík E. Gústafsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kom á fundinn.
3. Viðbragðsáætlanir umhverfis- og samgöngusviðs vegna heimsfaraldurs inflúensu.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
4. Umsögn um greinargerð Björgunar ehf. um mismunandi dælingaraðferðir.
Lögð fram bréf Orkustofnunar dags. 5. júní 2009 og umhverfis- og samgöngusviðs dags. 15. júní 2009.
Nefndin gerði ekki athugsemdir.
5. Umsögn um frummatsskýrslu vegna Suðvesturlína.
Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. mars 2009, 18. maí 2009 og umhverfis- og samgöngusviðs dags. 9. júní 2009.
Svohljóðandi bókun var samþykkt samhljóða:
Fyrir fund heilbrigðisnefndar Reykjavíkur eru lögð bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. mars 2009 og 18. maí 2009 og umsögn um frummatsskýrslu um lagningu Suðvesturlínu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur dags. 9. júní 2009, þar sem fram koma veigamiklar aðvaranir varðandi lagningu þessa raforkumannvirkis um vatnsverndarsvæði Reykjavíkur og nágrannabyggða. Heilbrigðisnefnd tekur undir þessi varnaðarorð og kallar eftir viðbrögðum Skipulagsstofnunar og fullnægjandi svörum varðandi þau atriði, sem koma fram í umsögninni. Starfsleyfi varðandi slíka framkvæmd sem hér um ræðir hlýtur að miðast við að ekki sé tekin áhætta varðandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins.“
6. Umsögn um framkvæmdaleyfi fyrir malarnámu í Norðurkoti, Kjalarnesi.
Lögð fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. júní 2009 og umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. júní 2009.
Nefndin gerði ekki athugsemdir.
7. Umsögn um leyfi til að reisa einbýlishús í Perluhvammi, Álfsnesi.
Lögð fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. júní 2009 og umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. júní 2009.
Nefndin gerði ekki athugsemdir.
8. Umsögn um malarnám í Viðey vegna stígagerðar.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. ágúst 2009.
Nefndin gerði ekki athugsemdir.
9. Umsögn Stýrimannastígur 14.
Lögð fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 25. maí og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. júní 2009.
Nefndin gerði ekki athugsemdir.
10. Hreinsun húsnæðis á kostnað eiganda.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
11. Endurskoðun samþykktar um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002.
Lögð fram tillaga að breytingu.
Frestað.
12. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar dags. 17. ágúst 2009.
13. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 17. ágúst 2009.
Fundi slitið kl. 15.10
Kristján Guðmundsson
Þórunn Benný Birgisdóttir Ólafur Jónsson
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal