Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2009, 3. júní n.k. kl. 13.30 var haldinn 19. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Þórunn Benný Guðmundsdótttir, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Hersveinn og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Sóttvarnarvottorð og sóttvarnarundanþágur fyrir skip.
Lögð fram drög að reglugerðarbreytingu, gögn frá Umhverfisstofnun og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. apríl 2009.
Árný Sigurðardóttir kynnti umsögnina.
2. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram til kynningar.fundargerð 78. fundar.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir dagskrárlið 3.
3. Orkuveita Reykjavíkur, skólphreinsistöð á Kjalarnesi.
Lögð fram starfsleyfisskilyrði til samþykktar.
Ólöf Vilbergsdóttir kom á fundinn.
Skilyrðin voru samþykkt samhljóða.
4. Mjólkursamsalan í Reykjavík.
Lögð fram starfsleyfisskilyrði til samþykktar
Ólöf Vilbergsdóttir kynnti.
Starfsleyfisskilyrðin voru samþykkt einróma.
5. Emmessís ehf.
Lögð fram starfsleyfisskilyrði til samþykktar
Ólöf Vilbergsdóttir kom á fundinn.
Starfsleyfisskilyrðin voru samþykkt samhljóða.
6. Efnistaka Björgunar á 15 svæðum í Kollafirði.
Lagt fram bréf Orkustofnunar dag. 15 apríl 2009, Umsókn Björgunar um nýtingarleyfi og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. maí 2009 til kynningar.
Svava S. Steinarsdóttir kom á fundinn og kynnti umsögnina.
7. Efnistaka Björgunar á 6 svæðum í Hvalfirði.
Lagt fram bréf Orkustofnunar dags. 11. maí 2009 ásamt nýtingarbeiðni Björgunar og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. maí 2009.
Svava S. Steinarsdóttir kynnti umsögnina.
8. Suðvesturlínur.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. maí 2009.
Svava S. Steinarsdóttir kynnti fyrirhugaða málsmeðferð.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis.
9. Undanþága frá 19. gr. reglug. nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Lagt fram bréf Geðhjálpar dags. 12. maí, 2009 og tillaga að umsögn Heilbrigðisnefndar.
Rósa Magnúsdóttir kynnti umsögnina.
Umsögnin var samþykkt samhljóða.
10. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 3. júní 2009
11. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagður fram listi dags. 3. júní 2009
Fundi slitið kl. 14.30
Kristján Guðmundsson
Þórunn Benný Guðmundsdóttir Ragnhildur Guðjónsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson