Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 17

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2009, 20. apríl kl. 15.30 var haldinn 17. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Arnarholti 3 hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Hersveinn, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu
Lögð fram fundargerð dags. 16. apríl 2009. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. mars 2009 ásamt fylgiskjölum.
Nefndin samþykkti svohljóðandi bókun samhljóða:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir bókun Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu varðandi skógrækt í Selfjalli í landi Kópavogs. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur auk þess skógrækt og uppgræðslu í Selfjalli háða mati á umhverfisáhrifum en fyrirhuguð framkvæmd er að stærstum hluta á grannsvæði vatnsverndarsvæðisins. Um er að ræða undirbúning framkvæmdar s.s. stígagerð og vegabætur, sjálfa ræktunina ásamt áburðarnotkun til 10 ára í heild á 145ha lands og til framtíðar, útvistarsvæði og þá umferð sem því getur fylgt. Heilbrigðisnefndin telur einnig að skoða þurfi allt vatnsverndarsvæðið sem heild m.a. vegna uppgræðslu og skógræktar en ekki hefur verið gerð landgræðsluáætlun fyrir vatnsverndarsvæðið.


Fundi slitið kl. 15.50

Kristján Guðmundsson

Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal