Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 168

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 11. desember kl. 12:06, var haldinn 168. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Tindstöðum. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Birkir Ingibjartsson, Björn Gíslason og fulltrúi frá Samtaka atvinnulífsins: Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Ástrún Eva Sívertsen, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Hreinn Ólafsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf frá borgarstjórn dags. 20. nóvember 2025 þar sem tilkynnist að Björn Gíslason taki sæti Söndru Hlífar Ocares í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. HER25010001
     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kosning nýs varaformanns í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. HER25010001
    Frestað.
     

  3. Lagt fram til upplýsinga fundardagatal heilbrigðisnefndar Reykjavíkur janúar - maí 2026. HER25010001
    Samþykkt að fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í janúar verði 22. janúar 2026.
     

  4. Lagt fram árshlutauppgjörs fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir tímabilið janúar - september 2025.

    -    Kl. 12:20 víkur Hreinn Ólafsson af fundi.
     

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um innsiglun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á húsnæði að Skipholti 27. HER25010001
     

  6. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. desember 2025 um mál nr. 1307/2025 í skipulagsgátt; Rafstöðvarsvæði - Rafstöðvarvegur 5-9, breyting á deiliskipulagi, ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. nóvember 2025, um mál nr. 622/2023 í skipulagsgátt, Sundabraut - Stofnbraut, nýr þjóðvegur í Reykjavík, kynning tillögu á vinnslustigi, ásamt fylgigögnum. HER25010001

    -    Kl. 12:49 víkur Guðjón Ingi Eggertsson af fundi.
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsögn Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um mál nr. 627/2023 í skipulagsgátt,
    Sundabraut, Kynning umhverfismatsskýrslu, ásamt fylgigögnum. HER25010001

    -    Kl. 13:01 aftengist Aðalsteinn Haukur Sverrisson fundi og Ásta Björg Björgvinsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. S-229/2025 í samráðsgátt, Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu ofl. (sameining stofnanna), ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á ráðningu á tveimur nýjum heilbrigðisfulltrúum fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur; Arnór Vilhjálmsson og Jón Pétur Einarsson. HER25010001
     

  11. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. nóvember 2025, 20. nóvember 2025, 21. nóvember 2025, 27. nóvember 2025 og 1. desember 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  12. Tekið er inn með afbrigðum og kynnt, úrskurður umhverfis- og auðlindamála vegna kæru nr. 136/2025 dags. 10. desember 2025. USK25080255
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:50

Hjálmar Sveinsson Ásta Björg Björgvinsdóttir

Birkir Ingibjartsson Björn Gíslason

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 11. desember 2025