Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 11. desember kl. 12:06, var haldinn 168. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Tindstöðum. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Birkir Ingibjartsson, Björn Gíslason og fulltrúi frá Samtaka atvinnulífsins: Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Ástrún Eva Sívertsen, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Hreinn Ólafsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf frá borgarstjórn dags. 20. nóvember 2025 þar sem tilkynnist að Björn Gíslason taki sæti Söndru Hlífar Ocares í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. HER25010001
Fylgigögn
-
Fram fer kosning nýs varaformanns í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. HER25010001
Frestað.
-
Lagt fram til upplýsinga fundardagatal heilbrigðisnefndar Reykjavíkur janúar - maí 2026. HER25010001
Samþykkt að fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í janúar verði 22. janúar 2026.
-
Lagt fram árshlutauppgjörs fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir tímabilið janúar - september 2025.
- Kl. 12:20 víkur Hreinn Ólafsson af fundi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um innsiglun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á húsnæði að Skipholti 27. HER25010001
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. desember 2025 um mál nr. 1307/2025 í skipulagsgátt; Rafstöðvarsvæði - Rafstöðvarvegur 5-9, breyting á deiliskipulagi, ásamt fylgigögnum. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. nóvember 2025, um mál nr. 622/2023 í skipulagsgátt, Sundabraut - Stofnbraut, nýr þjóðvegur í Reykjavík, kynning tillögu á vinnslustigi, ásamt fylgigögnum. HER25010001
- Kl. 12:49 víkur Guðjón Ingi Eggertsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um mál nr. 627/2023 í skipulagsgátt,
Sundabraut, Kynning umhverfismatsskýrslu, ásamt fylgigögnum. HER25010001- Kl. 13:01 aftengist Aðalsteinn Haukur Sverrisson fundi og Ásta Björg Björgvinsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. S-229/2025 í samráðsgátt, Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu ofl. (sameining stofnanna), ásamt fylgigögnum. HER25010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á ráðningu á tveimur nýjum heilbrigðisfulltrúum fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur; Arnór Vilhjálmsson og Jón Pétur Einarsson. HER25010001
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. nóvember 2025, 20. nóvember 2025, 21. nóvember 2025, 27. nóvember 2025 og 1. desember 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Tekið er inn með afbrigðum og kynnt, úrskurður umhverfis- og auðlindamála vegna kæru nr. 136/2025 dags. 10. desember 2025. USK25080255
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:50
Hjálmar Sveinsson Ásta Björg Björgvinsdóttir
Birkir Ingibjartsson Björn Gíslason
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 11. desember 2025