Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 167

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 11:04, var haldinn 167. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Sandra Hlíf Ocares, Birkir Ingibjartsson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Ólafur Jónsson frá Samtökum atvinnulífsins. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ásta Björg Björgvinsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Jón Ragnar Gunnarsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Anna Jóhannesdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Dagný Alma Jónasdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. júlí 2025 ásamt kæru nr. 113/2025, dags. 20. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun frá 25. júní s.á. um að synja tímabundinn aukinn opnunartíma í Skor. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 18. ágúst 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 10. október 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um að ógilda þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 25. júní 2025 að synja umsókn um tímabundinn aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor að Kolagötu 1. USK25070290
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. mars 2025 ásamt kæru nr. 36/2025, dags. 9. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 13. febrúar 2025 um útgáfu starfsleyfis til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 25. apríl 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. október 2025. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar 2025 um að samþykkja að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi. USK25030106

    -             Kl. 11:12 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum og jafnframt við fundarstjórn.

     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. ágúst 2025 ásamt kæru nr. 136/2025, dags. 24. ágúst 2025 þar sem kærð er ákvörðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu á starfsleyfi fyrir LEV103 ehf. til reksturs framleiðslubakarís/ kaffihúss í íbúðar og fjöleignarhúsi við Barónsstíg 6. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. október 2025. USK25080255
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. september 2025 ásamt kæru nr. 148/2025, dags. 22. september 2025 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. ágúst 2025, um útgáfu á endurskoðuðu starfsleyfi kæranda fyrir bálstofu. Einnig eru lagðar fram greinargerðir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. september 2025 um frestun réttaráhrifa og dags. 30. október 2025 að gefa út tímabundið starfsleyfi til eins árs fyrir starfsemi Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6 sem samþykkt var á 1852. afgreiðslufundi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þann 19. ágúst 2025. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlinamála dags. 3. október 2025. Úrskurðarorð: Frestað er réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 19. ágúst 2025 um að gefa út endurskoðað starfsleyfi fyrir bálstofu í Fossvogi. USK25090332

     

    Fylgigögn

  5. Lagður fram úrskurður atvinnuvegaráðuneytisins í máli Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) og Smartco, dags. 5. ágúst 2025. HER24010001
     

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða vegna þátttöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sameiginlegu eftirliti með snyrtistofum. HER24010001
     

  7. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1133/2024 í skipulagsgátt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Kelur og nágrenni, kynning tillögu á vinnslustigi, dags. 10. september 2025, ásamt fylgigögnum. HER24010001
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. september 2025 um mál nr. 1009/2025 í skipulagsgátt, gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar með tilliti til Borgarlínu. Kynning umhverfismatsskýrslu, ásamt fylgigögnum. HER24010001
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. nr. 1393/2025 í skipulagsgátt, Köllunarklettur - USK25060055. Skipulagslýsing dags. 6. nóvember 2025, ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 378/2025, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Laugardalur, breytt landnotkun - Skilgreining samfélagsþjónustu við Reykjaveg - USK25030005. Auglýsing tillögu, dags. 29. október 2025, ásamt fylgiskjölum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  11. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1328/2025 í skipulagsgátt, Landspítalinn Fossvogi (Borgarspítalinn) - USK25070268. Skipulagslýsing, dags. 23. október 2025, ásamt fylgiskjölum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  12. Lögð fram Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1194/2025 í skipulagsgátt, Leirtjörn Vestur - USK24060028. Nýtt deiliskipulag, auglýsing tillögu, dags. 16. október 2026, ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  13. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (dýrahald), 107. mál Nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dags. 8. október 2025, ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  14. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1266/2025, Dýpkun Sundahafnar, tilkynning um framkvæmd (tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu), dags. 13. október 2025, ásamt fylgiskjölum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  15. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1395/2025 í skipulagsgátt, Grundarhverfi og nágrenni - USK25070048. Skipulagslýsing, dags. 6. nóvember 2025, ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  16. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1400/2025 í skipulagsgátt, Sundahöfn - Lenging Sundabakka. Tilkynning til ákvörðunar matsskyldu, dags. 5. nóvember 2025, ásamt fylgigögnum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  17.  Fram fer kynning á haustfundi heilbrigðiseftirlita á Íslandi sem fór fram dagana 6. - 7. nóvember á Hótel Kríunesi við Elliðavatn. HER25010001

    - Kl. 12:45 víkur Svava Svanborg Steinarsdóttir af fundi.
            

  18. Lagt fram erindi landssambands bakarameistara dags. 30. september og svarbréf frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 5. nóvember 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  19. Fram fer umræða um veitingastaðina Shanghai að Laugavegi 60 og Pósthússtræti 16. HER25010001
     

  20. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. september 2025, 8. september 2025, 11. september 2025, 12. september 2025, 16. september 2025, 18. september 2025, 25. september 2025 og 2. október 2025, 9. október 2025, 10. október 2025, 16. október 2025, 23. október 2025, 28. október 2025, 30. október 2025, 5. nóvember 2025, 6. nóvember 2025 og 7. nóvember 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:54

Hjálmar Sveinsson Ásta Björg Björgvinsdóttir

Birkir Ingibjartsson Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Sandra Hlíf Ocares Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 13. nóvember 2025