Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 9. október kl. 11:07, var haldinn 166. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Ástrún Eva Sívertssen, Hreinn Ólafsson, Kristján Ólafur Smith, Halldóra Traustadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um málefni Reykjavíkurflugvallar í ljósi aukinna kvartana um hávaða, ónæði og mengun frá starfsemi flugvallarins.
Sigrún Jakobsdóttir, Viðar Jökull Björnsson, Aðalsteinn Leifsson og Rakel Anna Jónasdóttir frá Isavia taka sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þakkar Isavia fyrir góða kynningu á fundinum. Fram kemur í kynningu að erfitt hefur reynst að fá yfirlit yfir kvartanir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að HER og Isavia komi sér saman um sameiginlega skráningu á kvörtunum þannig að rétt tölfræði fáist sem gerir það að verkum að auðveldara verður að bregðast við kvörtunum. Fram kemur að mikil fækkun hefur verið á hávaðasamri flugumferð síðustu ár. Þann 1. apríl sl. var tillaga meirihlutans samþykkt þar sem borgarstjóra var falið að beita sér fyrir flutningi á kennslu- og þyrluflugi frá Reykjavíkurflugvelli. Augljóst er að borgarstjóra hefur ekkert áunnist í því máli og áréttar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins að þetta mál liggur í fangi meirihlutans og þeim í lófa lagt að vinna að úrbótum í þessu máli. Vísar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á bókun flokksins við dagskrálið nr. 5 á borgarstjórnarfundi frá 1. apríl 2025 og ítrekar þá tillögu sem kemur þar fram.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Fulltrúi Framsóknar þakkar forsvarsmönnum Isavia fyrir mjög góða kynningu varðandi umferð flugs á Reykjavíkurflugvelli og fjölda kvartana. Ljóst er mikilvægi flugvallarins varðandi sjúkraflug er enn ótvíræður. Fulltrúi Framsóknar beinir því til Borgarstjóra að hefja það samtal við Isavia um færslu á kennslu- og þyrluflugi byggt á tillögu samstarfsflokkana frá 1.apríl s.l. í Borgarstjórn svo hægt er að fá botn í því máli.
-
Lagt fram árshlutauppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir janúar - júní 2025.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða á breytingum á innheimtu eftirlitsgjalda vegna reglubundins eftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
-
Lagt fram í trúnaði drög að fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur árið 2026.
-
Lagt fram í trúnaði drög að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2026.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Framsóknar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.- Kl. 12:30 víkja Hreinn Ólafsson og Kristján Ólafur Smith af fundi.
-
Fram fer kynning á þjónustuþáttum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
- Kl. 12:41 víkur Halldóra Traustadóttir af fundi.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um símatíma hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sbr. 14. liður fundargerðar borgarráðs dags. 11. september 2025. Tillögunni var vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 18. september 2025.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd leggur til svohljóðandi málsmeðferðartillögu: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að þessari tillögu sé vísað frá.
Málsmeðferðartillaga samþykkt. MSS25090055Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar og Flokks fólksins, Framsóknarflokksins:
Tillögunni er vísað frá, þar sem þegar stendur yfir rýni á þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins og efni hennar fellur undir þá vinnu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í maí sl. fór fram kynning í Heilbrigðisnefnd á Bloomberg verkefninu Líf og leyfi í borginni. Við þá kynningu bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi "Leggja skal áherslu á að ávallt sé unnið að því að bæta ferla og þjónustu við íbúa og fyrirtæki í borginni og því er óskað eftir að stafrænn leiðtogi útbúi áskorunarramma fyrir verkefnaráð eins og fram kemur í glæru sem fjallar um næstu skref og það í kjölfarið kynnt fyrir nefndinni. Mikilvægt er að nýta þá vinnu sem búið er að vinna til þess að bæta þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins.” Þann 14. ágúst sl. fór fram kynning á rýni á þjónustuþáttum heilbrigðiseftirlitsins þar sem kynnt var vinna að úrbótaáætlun. Sú úrbótaáætlun var kynnt á fundi nefndarinnar í dag. Tillögur 7-10 eru því ekki afgreiðsluhæfar þar sem nú þegar er unnið að því sem lagt er til í tillögunum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um úttekt á Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sbr. 15. liður fundargerðar borgarráðs dags. 11. september 2025. Tillögunni var vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 18. september 2025.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd leggur til svohljóðandi málsmeðferðartillögu: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að þessari tillögu sé vísað frá.
Málsmeðferðartillaga samþykkt. MSS25090055Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins:
Tillögunni er vísað frá, þar sem þegar stendur yfir rýni á þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins og efni hennar fellur undir þá vinnu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í maí sl. fór fram kynning í Heilbrigðisnefnd á Bloomberg verkefninu Líf og leyfi í borginni. Við þá kynningu bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi "Leggja skal áherslu á að ávallt sé unnið að því að bæta ferla og þjónustu við íbúa og fyrirtæki í borginni og því er óskað eftir að stafrænn leiðtogi útbúi áskorunarramma fyrir verkefnaráð eins og fram kemur í glæru sem fjallar um næstu skref og það í kjölfarið kynnt fyrir nefndinni. Mikilvægt er að nýta þá vinnu sem búið er að vinna til þess að bæta þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins.” Þann 14. ágúst sl. fór fram kynning á rýni á þjónustuþáttum heilbrigðiseftirlitsins þar sem kynnt var vinna að úrbótaáætlun. Sú úrbótaáætlun var kynnt á fundi nefndarinnar í dag. Tillögur 7-10 eru því ekki afgreiðsluhæfar þar sem nú þegar er unnið að því sem lagt er til í tillögunum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um nýjar verklagsreglur vegna erinda sem berast Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sbr. 16. liður fundargerðar borgarráðs dags. 11. september 2025. Tillögunni var vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 18. september 2025.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd leggur til svohljóðandi málsmeðferðartillögu: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að þessari tillögu sé vísað frá.
Málsmeðferðartillaga samþykkt. MSS25090055Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins:
Tillögunni er vísað frá, þar sem þegar stendur yfir rýni á þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins og efni hennar fellur undir þá vinnu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í maí sl. fór fram kynning í Heilbrigðisnefnd á Bloomberg verkefninu Líf og leyfi í borginni. Við þá kynningu bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi "Leggja skal áherslu á að ávallt sé unnið að því að bæta ferla og þjónustu við íbúa og fyrirtæki í borginni og því er óskað eftir að stafrænn leiðtogi útbúi áskorunarramma fyrir verkefnaráð eins og fram kemur í glæru sem fjallar um næstu skref og það í kjölfarið kynnt fyrir nefndinni. Mikilvægt er að nýta þá vinnu sem búið er að vinna til þess að bæta þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins.” Þann 14. ágúst sl. fór fram kynning á rýni á þjónustuþáttum heilbrigðiseftirlitsins þar sem kynnt var vinna að úrbótaáætlun. Sú úrbótaáætlun var kynnt á fundi nefndarinnar í dag. Tillögur 7-10 eru því ekki afgreiðsluhæfar þar sem nú þegar er unnið að því sem lagt er til í tillögunum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um þjónustukönnun á þjónustu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sbr. 17. liður fundargerðar borgarráðs dags. 11. september 2025. Tillögunni var vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 18. september 2025.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd leggur til svohljóðandi málsmeðferðartillögu: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að þessari tillögu sé vísað frá.
Málsmeðferðartillaga samþykkt. MSS25090055Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins:
Tillögunni er vísað frá, þar sem þegar stendur yfir rýni á þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins og efni hennar fellur undir þá vinnu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í maí sl. fór fram kynning í Heilbrigðisnefnd á Bloomberg verkefninu Líf og leyfi í borginni. Við þá kynningu bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi "Leggja skal áherslu á að ávallt sé unnið að því að bæta ferla og þjónustu við íbúa og fyrirtæki í borginni og því er óskað eftir að stafrænn leiðtogi útbúi áskorunarramma fyrir verkefnaráð eins og fram kemur í glæru sem fjallar um næstu skref og það í kjölfarið kynnt fyrir nefndinni. Mikilvægt er að nýta þá vinnu sem búið er að vinna til þess að bæta þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins.” Þann 14. ágúst sl. fór fram kynning á rýni á þjónustuþáttum heilbrigðiseftirlitsins þar sem kynnt var vinna að úrbótaáætlun. Sú úrbótaáætlun var kynnt á fundi nefndarinnar í dag. Tillögur 7-10 eru því ekki afgreiðsluhæfar þar sem nú þegar er unnið að því sem lagt er til í tillögunum.
- Kl. 13:00 víkur Birkir Ingibjartsson af fundi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um áform umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og atvinnuvegaráðherra um breytingar heilbrigðiseftirlita á Íslandi.
Frestað. HER25010001
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. ágúst 2025 ásamt kæru nr. 136/2025, dags. 24. ágúst 2025 þar sem kærð er ákvörðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu á starfsleyfi fyrir LEV103 ehf. til reksturs framleiðslubakarís/kaffihúss í íbúðar og fjöleignarhúsi við Barónsstíg 6. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. október 2025. USK25080255
Frestað.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. september 2025 ásamt kæru nr. 148/2025, dags. 22. september 2025 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dagsett 19. ágúst 2025 um útgáfu á endurskoðuðu starfsleyfi kæranda fyrir bálstofu. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. september 2025 um frestun réttaráhrifa. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 3. október 2025. Úrskurðarorð: Frestað er réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 19. ágúst 2025 um að gefa út endurskoðað starfsleyfi fyrir bálstofu í Fossvogi. USK25090332
Frestað.
-
Fram fer kynning á úttekt eftirlitsstofnunar EFTA hjá heilbrigðiseftirlitum á Íslandi. HER24010001
Frestað.
-
Lagður fram úrskurður atvinnuvegaráðuneytisins í máli Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) og Smartco, dags. 5. ágúst 2025. HER24010001
Frestað.
-
Fram fer umræða vegna þátttöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sameiginlegu eftirliti með snyrtistofum. HER25010001
Frestað.
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1133/2024 í skipulagsgátt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Kelur og nágrenni, kynning tillögu á vinnslustigi, dags. 10. september 2025, ásamt fylgigögnum. HER25010001
Frestað.
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. september 2025 um mál nr. 1009/2025 í skipulagsgátt, gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar með tilliti til Borgarlínu. Kynning umhverfismatsskýrslu, ásamt fylgigögnum. HER25010001
Frestað.
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. september 2025, 8. september 2025, 11. september 2025, 12. september 2025, 16. september 2025, 18. september 2025, 25. september 2025 og 2. október 2025. HER25010001
Frestað.
-
Tekið er inn með afbrigðum tillaga um að fresta breytingu á innheimtu eftirlitsgjalda sem samþykkt var að fundi heilbrigðisnefndar þann 13. mars 2025, liður 11, þar til þar til frumvarp um tilfærslu eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum til Umhverfis- og orkustofnunar og Matvælastofnunar hefur verið afgreitt.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:13
Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Sandra Hlíf Ocares
Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 9. október 2025