Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, miðvikudaginn 17. september kl. 13:36, var haldinn aukafundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur nr. 165. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 4. hæð, Jörfa. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Birkir Ingibjartsson og Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Dagný Alma Jónasdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um áform umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og atvinnuvegaráðherra um breytingar heilbrigðiseftirlita á Íslandi. HER24010001
Lögð fram svohljóðandi bókun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir varnaðarorð sem fram koma í bókun stjórnar Sambands íslenskrar sveitarfélaga dags. 12. september sl. vegna áforma um breytingu á lögum um heilbrigðiseftirlit. Tilgangur laganna hlýtur að vera sá að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og tryggja um leið gæði, öryggi og hollustu matvæla og mikilvægt er að vanda til verks. Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á samtal og samvinnu í framhaldinu og að nýtt verði sú sérfræðiþekking sem býr hjá eftirlitinu.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:30
Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Aukafundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 17. september 2025