Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 164

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 11. september kl. 11:03, var haldinn 164. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Sandra Hlíf Ocares, og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslason, Guðjón Ingi Eggertsson, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Dagný Alma Jónasdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram til upplýsinga, bréf borgarstjórnar dags. 3. september 2025 um fjarfundi nefnda og ráða Reykjavíkurborgar. MSS25070098
     

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. september, vegna byggingarleyfisumsóknar við Ármúla 38, sbr. mál nr. 10732025 í samráðsgátt. HER24010001
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. september 2025, vegna nýbyggingar við Birkimel 1, sbr. mál nr. 684/2025 í skipulagsgátt. HER25010001

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á í ljósi þess að bensínstöðvum fer líklega fækkandi í framtíðinni að augljóslega verði umtalsverð aukning á menguðum jarðvegi sem mun falla til í borgarlandinu. Meðhöndlun og losun mengaðs jarðvegs virðist ekki lúta nógu fastmótuðum reglum - nema að hluta til. Þess vegna telur fulltrúinn það vera orðið mjög aðkallandi að allar reglugerðir og verkferlar varðandi losun eða hreinsun mengaðs jarðvegs verði endurskoðaðir með tilliti til þessa. Það er ekki ásættanlegt að einhverskonar mengunarslys verði vegna óskýrra verkferla hvað varðar fullnægjandi meðhöndlunar á menguðum jarðvegi á næstu árum.
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 14. ágúst 2025, vegna friðlýsingar Grafarvogs. HER25010001
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. ágúst 2025, um seiðaeldisstöð Benchmark Genetics í Kollafirði, sbr. mál nr. 1029/2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. ágúst 2025, um frumvarp til laga um almannavarnir, sbr. mál nr. S-114/2025 í samráðsgátt. HER25010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 13. ágúst 2025, vegna breytingar á reglugerð um kortlagningu hávaða og reglugerð um meðhöndlun seyru, sbr. mál nr. 115/2025 í samráðsgátt. HER25010001
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 14. ágúst 2025 vegna deiliskipulags Suðurlandsvegar, sbr. mál nr. 892/2025 í skipulagsgátt. HER25010001
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. september 2025, vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavöllum, sbr. mál nr. 960/2025 í skipulagsgátt. HER25010001
     

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. ágúst 2025, vegna frumvarps til laga um nikótín- og tóbaksvörur, sbr. mál nr. S-132/2025 í samráðsgátt. HER25010001
     

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um endurnýjun á bráðabirgðastarfsleyfi Reykjavíkurflugvallar ISAVIA.

    Lögð fram svohljóðandi bókur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir að fá fulltrúa frá Isavia á næsta heilbrigðisnefndarfund. HER24010001

    -    Kl. 11:27 víkur Svava Svanborg Steinarsdóttir af fundi.
     

    Fylgigögn

  12. Fram fer kynning á endurskoðun starfsleyfisskilyrða bálstofunnar í Fossvogi. HER24010001
     

    Fylgigögn

  13. Fram fer kynning á samstarfi við Eftirlitsstofnun Evrópu - ESA HER24010001
    Frestað.

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. júlí 2025 ásamt kæru nr. 113/2025, dags. 20. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun frá 25. júní s.á. um að synja tímabundinn aukinn opnunartíma. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 18. ágúst 2025. HER24010001
     

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. ágúst 2025 ásamt kæru nr. 136/2025, dags. 24. ágúst 2025 þar sem kærð er ákvörðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu á starfsleyfi fyrir LEV103 ehf. til reksturs framleiðslubakarís/kaffihúss í íbúðar og fjöleignarhúsin við Barónsstíg 6. HER24010001
    Frestað.
     

  16. Fram fer umræða um áform umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og atvinnuvegaráðherra um breytingar heilbrigðiseftirlita á Íslandi. HER24010001

    -    Kl: 13:01 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.

    Lögð fram svohljóðandi bókun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:

    Heilbrigðisnefnd hefur ákveðið að halda aukafund vegna málsins 17. september nk.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samtaka atvinnulífsins:

    Ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og atvinnuvegaráðherra um endurskoðun fyrirkomulags eftirlits á sviði matvæla, hollustuhátta og umhverfis er ekki tekin í tómarúmi. Atvinnulífið hefur bent á fjölmörg dæmi þess að ekki hafi verið gætt að samræmi krafna milli heilbrigðisumdæma, að mjög erfitt geti reynst að bera saman niðurstöður eftirlitsskýrslna, að leiðir eftirlitsþega við að koma upplýsingum á framfæri séu afar mismunandi og jafnvel að á sumum svæðum sé gengið hart fram í eftirliti en lausari tök séu viðhöfð á öðrum. Slík tilvik eru þó ekki aðalatriðið heldur eru þau einkenni gallaðs fyrirkomulags. Núverandi umhverfi starfsmanna eftirlitsins gerir þeim ekki fært að tryggja vandað og samhæft eftirlit. Ákvörðunin er djörf en tekin á grundvelli hagsmunamats. Mikilvægt er að útfærsla og framkvæmd breytinga verði tekin föstum höndum og tryggt verði að Matvælastofnum og Umhverfis- og orkustofnun takist á við breytt hlutverk. Í stóra samhenginu skiptir í raun ekki máli hver fer með eftirlitið ef tryggt er að það skili tilætluðum árangri undir kringumstæðum þar sem eftirlitsþegar geta með sem skilvirkustum hætti uppfyllt sett skilyrði og eftir atvikum brugðist við athugasemdum.


     

  17. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 7. ágúst 2025, 14. júlí 2025, 19. ágúst 2025, 21. ágúst 2025, 27. ágúst 2025 og 28. ágúst 2025. HER24010001

    -    Kl. 13:23 víkur Hólmfríður Frostadóttir af fundi.

     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:33

Hjálmar Sveinsson Birkir Ingibjartsson

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Sandra Hlíf Ocares

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 11. september 2025