Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 11:06, var haldinn 163. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar: Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Ástrún Eva Sívertssen, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á innleiðingu nýs tölvukerfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
- Kl. 11:12 tekur Dagný Alma Jónasdóttir sæti á fundinum.
Sólveig Skaftadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. júní 2025 ásamt kæru nr. 90/2025, dags. 5. júní 2025, með stjórnsýslukæru vegna m.a. starfsleyfisumsóknar og úttektar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar á leikskóla Sælukots. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. júlí 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. ágúst 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK25060087
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. júlí 2025 ásamt kæru nr. 113/2025, dags. 20. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun frá 25. júní s.á. um að synja tímabundinn aukinn opnunartíma. USK25070290
Fylgigögn
-
Lögð fram kæra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. júní 2025 vegna brota á matvælalöggjöf og hegningarlöggjöf (rof á innsigli) Veislumiðstöðin ehf., Borgartúni 6. HER24010001
-
Lagt fram að nýju minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. júní 2025 um samspil vatnsverndar og útivistar. HER24010001
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Fulltrúi sjálfstæðisflokksins þakkar fyrir gott minnisblað um vatnsvernd í Heiðmörk. Fram kemur að hugmyndir um takmörkun á umferð velknúinna tækja um grannsvæði vatnsverndar séu nauðsynlegar til að tryggja vatnsvernd og séu ekki til þess fallnar að skerða útivistargildi svæðisins til lengri tíma. Hinsvegar segir það sig sjálft að takmörkun á umferð mun óhjákvæmilega minnka notkun á svæðinu. Ef það verður flóknara að nálgast ákveðnar göngu og hlaupaleiðir þá liggur það í hlutarins eðli að fleiri setja það fyrir sig að mæta. Mikilvægt er að finna skynsamlega lausn í þessu máli , þannig að áfram megi nýta útivistarsvæði en samhliða gæta vatnsverndar.
-
Lögð fram drög að úrRýni þjónustuþátta Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ódags. HER24010001
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. júní 2025, um breytingu á reglugerð um hollustuhætti nr. 904/2024, sbr. mál nr. 98/2025 í skipulagsgátt. HER24010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. júní 2025, um breytingu á reglugerð skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. mál nr. 103/2025 í skipulagsgátt. HER24010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. júní 2025 um mál nr. 550/2025 í skipulagsgátt; Kringlan – Áfangi 1. Einnig eru lagðar fram deiliskipulagsuppdrættir, dags. 21. febrúar 2025, greinargerð dags. 5. febrúar 2025 og Hönnunarleiðbeiningar 1 og 2 dags. febrúar 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. júlí 2025 um mál nr. 786/2025 í skipulagsgátt, Háskólinn í Reykjavík - Breyting vegna borgarlínu og frekari uppbyggingu á svæði 1a og 1b. Einnig er lagt fram deiliskipulagsuppdráttur dags. 6. maí 2025, greinargerð og skilmálar dags. 6. maí 2025 og samgöngumat dags. febrúar 2021. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 24. júní 2025 í máli nr. 378/2025 í skipulagsgátt, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Laugardalur, breytt landnotkun - Skilgreining samfélagsþjónustu við Reykjaveg. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. 1284/2024 í skipulagsgátt, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 - Landnotkunarheimildir við Hringbraut - Hringbraut sem aðalgata frá Bjarkargötu að Suðurgötu. Einnig er lögð fram tillaga dags. mars 2025, uppfærð júní 2025 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. apríl 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. júlí 2025 um mál nr. 775/2025 í skipulagsgátt, Sæbrautarstokkur - Skipulagslýsing vegna nýrra deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga. Einnig er lögð fram lýsing dags. maí 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 31. júlí 2025 um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20 við Laugaveg sem felst í að bæta við texta í deiliskipulag þannig að heimilt verði að vera með íbúðir og/ eða gistiþjónustu á efri hæðum hússins. Einnig er lagt fram bréf um endurskoðun á afgreiðslu og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2025 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 24. júlí 2025 um um mál nr. 906/2025 í skipulagsgátt, Kjalarnes, Sætún II (Smábýli 15). Einnig er lögð fram skipulagslýsing dags. 16. maí 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. júlí 2025 um mál nr. 966/2025 í skipulagsgátt, Kjalarnes, Saltvík - Reitur C, breyting á deiliskipulagi. Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur dags. 11. mars 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 6. júní 2025, 12. júní 2025, 16. júní 2025, 18. júní 2025, 19. júní 2025, 23. júní 2025, 26. júní 2025, 2. júlí 2025, 3. júlí 2025, 10. júlí 2025, 11. júlí 2025, 17. júlí 2025, 21. júlí 2025, 24. júlí 2025 og 31. júlí 2025. HER24010001
Fylgigögn
- Afgreiðslufundur nr. 1835, 6. júní 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1836, 12. júní 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1837, 16. júní 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1838, 23. júní 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1839, 19. júní 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1840, 23. júní 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1841, 26. júní 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1842, 2. júlí 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1843, 3. júlí 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1844, 10. júlí 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1845, 11. júlí 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1846, 17. júlí 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1847, 21. júlí 2025, aukafundur
- Afgreiðslufundur nr. 1848, 24. júlí 2025
- Afgreiðslufundur nr. 1849, 31. júlí 2025
Fundi slitið kl. 12:46
Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Sandra Hlíf Ocares
Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 14. ágúst 2025