Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 162

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 12. júní kl. 11:00, var haldinn 162. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Hreinn Ólafsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Hólmfríður Frostadóttir Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu vinnu að innleiðingu nýs tölvukerfis Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
    Sólveig Skaftadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið HER24010001

  2. Fram fer kynning á nýfenginni regnbogavottun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. HER24010001

    Fylgigögn

  3. Lagt fram í trúnaði árshlutauppgjör janúar-mars 2025 HER24010001

  4. Lögð fram í trúnaði fjárhagsáætlun fyrir árið 2026-2023 HER24010001

    -    Kl. 11:30 víkur Hreinn Ólafsson af fundinum
    -    Kl. 11:36 tekur Einar Sveinbjörn Guðmundsson sæti á fundinum.

  5. Greint er frá vorfundi heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga, fagstofnana og ráðuneyta sem haldinn var á Húsavík 22. maí 2025. HER24010001

  6. Lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 25. júní 2025 um samspil vatnsverndar og útivistar. HER24010001

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þakka fyrir umræðu um minnisblað Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vegna Heiðmörk, en um leið lýsa því yfir að þörf hefði verið að fá formlega kynningu á því. Minnisblaðið vekur upp margar spurningar sem að einhverju leyti var svarað á fundinum, en þarfnast ítarlegri umræðu að mati fulltrúa flokkanna, enda um stórt hagsmunamál Reykjavíkur að ræða. Óskað er eftir því að málið verði tekið upp aftur á fyrsta fundi Heilbrigðisnefndar eftir sumarfrí í ágúst.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og úrskurðarnefndar, dags. 11. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 24/2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) um synjun á beiðni Rollsins ehf. um aukin opnunartíma Skor og krafa um ógildingu hljóðskýrslu sem unnin var af HER. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. maí 2025. Einnig er lögð fram viðbótar umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 29. apríl 2025. USK25020142

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. júní 2025 vegna kæru nr. 90/2025, dags. 2025 vegna starfsleyfisumsóknar og úttektar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á leikskólanum Sælukoti. HER24010001

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. maí 2025, 21. maí 2025, 28. maí 2025, 2. júní 2025 og 5. júní 2025. HER24010001

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:45

Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Birkir Ingibjartsson Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Sandra Hlíf Ocares Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíku 12. júní 2025