Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 15. maí 2025, var haldinn 161. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson og Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Björg Ósk Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðunni á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Sólveig Skaftadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER25010001 -
Fram fer kynning á eftirlitsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á breyttu fyrirkomulagi á umsögnum frá byggingarfulltrúa. HER25010001
-
Fram fer kynning á hollustuháttaleyfum samkvæmt hollustuháttareglugerð. HER25010001
Lögð fram svohljóðandi bókun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:
Heilbrigðisnefnd skorar á Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra að endurskoða ákvæði í hollustuháttareglugerð sem tók gildi sl. sumar sem kveður á um 4. vikna auglýsingaskyldu vegna starfsleyfa. Ljóst er að þetta ákvæði hefur mjög íþyngjandi afleiðingar fyrir þá fjölmörgu rekstraraðila sem sækja um leyfi og tefur afgreiðslu leyfa svo um munar. Það gildir bæði um almenn fyrirtæki og stofnanir á vegum sveitarfélaga. Fjölmargar ábendingar voru sendar til ráðuneytisins frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Samtökum heilbrigðiseftirlita á Íslandi, Félagi atvinnurekanda, Samtökum Iðnaðarins ofl. þar sem þessum ábendingum var komið á framfæri án árangurs.
-
Fram fer kynning á verkefni þjónustu og nýsköpunarsviðs á úrbótum á umsóknarferli Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. HER25010001
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þakkar fyrir að kynningu sem lögð var fyrir fundinn, betra hefði verið að fá kynninguna kynnta frá þeim aðilum sem unnu þessa vinnu inná sviði Þróunar og nýsköpunar. Mikilvægt er að heilbrigðisnefnd sé upplýst um þau umbótaverkefni sem unnin eru hjá Heilbrigðseftirliti Reykjavíkur. Leggja skal áherslu á að ávallt sé unnið að því að bæta ferla og þjónustu við íbúa og fyrirtæki í borginni og því er óskað eftir að stafrænn leiðtogi útbúi áskorunarramma fyrir verkefnaráð eins og fram kemur í glæru sem fjallar um næstu skref og það í kjölfarið kynnt fyrir nefndinni. Mikilvægt er að nýta þá vinnu búið er að vinna til þess að bæta þjónustu Heilbrigðiseftirlitsins.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. mars 2025 ásamt kæru nr. 36/2025, dags. 9. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 13. febrúar 2025 um útgáfu starfsleyfis til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. apríl 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2025 ásamt kæru nr. 37/2025, dags. 13. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar sl. um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. apríl 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2025 ásamt kæru nr. 38/2025, dags. 14. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar sl. um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. apríl 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11. apríl 2025, um matsskyldufyrirspurn vegna kjötvinnslu að Álfabakka 2a, sbr. mál nr. 362/2025 í skipulagsgátt, Kjötvinnsla Álfabakka 2a, matsskyldufyrirspurn. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. apríl 2025 um matsskyldufyrirspurn vegna atvinnuhúsnæðis við Fossaleyni, Emmess ís, sbr. mál nr. 355/2025 í skipulagsgátt, atvinnuhúsnæði við Fossaleyni. HER25010001
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. apríl 2025, 16. apríl 2025, 23. apríl 2025, 30. apríl 2025 og 8. maí 2025. HER25010001
- Kl. 12:55 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:01
Hjálmar Sveinsson Birkir Ingibjartsson
Sandra Hlíf Ocares Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 15. maí 2025