Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 10. apríl kl. 11:06 var haldinn 160. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Aron Jóhannsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Helgi Guðjónsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og úrskurðarnefndar, dags. 11. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 24/2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) um synjun á beiðni Rollsins ehf. um aukin opnunartíma Skor og krafa um ógildingu hljóðskýrslu sem unnin var af HER. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. mars 2025 ásamt kæru nr. 35/2025, dags. 7. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um aflífun hundsins Bonzo. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. mars 2025. Jafnframt eru lagðir fram bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 18. mars 2025 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 27. mars 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 13. febrúar 2025 um aflífun hundsins Bonzo. HER25010001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. mars 2025 ásamt kæru nr. 36/2025, dags. 9. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 13. febrúar 2025 um útgáfu starfsleyfis til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. USK25030106
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2025 ásamt kæru nr. 37/2025, dags. 13. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar sl. um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi. USK25030185
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2025 ásamt kæru nr. 38/2025, dags. 14. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar sl. um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi. USK25030186
Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. mars 2025 um erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leyfisveitinga fyrir hreinsivirki við svínabúið Brautarholti á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. HER25010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. mars 2025 um mál nr. 109/2025 í skipulagsgátt, deiliskipulagstillögu Ártúnshöfði dags. 7. janúar 2025. HER25010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Evrópuverkefninu Life Icewater, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur þátt í. HER25010001
- Kl. 12:14 víkja Svava Svanborg Steinarsdóttir og Helgi Guðjónsson af fundi.
-
Lagt fram bréf Farfugla ses., dags. 29. mars 2025 þar sem óskað er eftir leyfi um aðgang hunda á gististaðnum Loft HI Hostel að Bankastræti 7, sbr. 43 gr. reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. ódags. þar sem fram kemur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur geri ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt. HER25010001
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Farfugla ses., dags. 29. mars 2025 þar sem óskað er eftir leyfi um aðgang hunda á gististaðnum Dal HI Hostel að Sundlaugavegi 34, sbr. 43 gr. reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. ódags. þar sem fram kemur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur geri ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt. HER25010001
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á upplýsingum um samræmingarvinnu og verklagsreglum hjá heilbrigðiseftirlitum á Íslandi, sbr. ósk um kynningu í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 13. mars 2025, 8. liður. HER25010001
-
Fram fer umræða um leyfisveitingar, upplýsingagjöf og ferla. HER25010001
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir því að skýrslan Leyfi og líf í borginni sem send var heilbrigðiseftirlitinu fyrir áramót verði send til nefndarmanna og kynnt á næsta fundir nefndarinnar og niðurstöður hennar ræddar.
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2025, 20. mars 2025, 27. mars 2025 og 3. apríl 2025. HER25010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:03
Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Sandra Hlíf Ocares
Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 10. apríl 2025