Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 160

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 10. apríl kl. 11:06 var haldinn 160. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Aron Jóhannsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Helgi Guðjónsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og úrskurðarnefndar, dags. 11. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 24/2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) um synjun á beiðni Rollsins ehf. um aukin opnunartíma Skor og krafa um ógildingu hljóðskýrslu sem unnin var af HER. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. mars 2025 ásamt kæru nr. 35/2025, dags. 7. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um aflífun hundsins Bonzo. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. mars 2025. Jafnframt eru lagðir fram bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 18. mars 2025 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 27. mars 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 13. febrúar 2025 um aflífun hundsins Bonzo. HER25010001
     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. mars 2025 ásamt kæru nr. 36/2025, dags. 9. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 13. febrúar 2025 um útgáfu starfsleyfis til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. USK25030106
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2025 ásamt kæru nr. 37/2025, dags. 13. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar sl. um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi. USK25030185
     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2025 ásamt kæru nr. 38/2025, dags. 14. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. febrúar sl. um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi. USK25030186
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. mars 2025 um erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leyfisveitinga fyrir hreinsivirki við svínabúið Brautarholti á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. HER25010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. mars 2025 um mál nr. 109/2025 í skipulagsgátt, deiliskipulagstillögu Ártúnshöfði dags. 7. janúar 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á Evrópuverkefninu Life Icewater, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur þátt í. HER25010001

    -    Kl. 12:14 víkja Svava Svanborg Steinarsdóttir og Helgi Guðjónsson af fundi.
     

  9. Lagt fram bréf Farfugla ses., dags. 29. mars 2025 þar sem óskað er eftir leyfi um aðgang hunda á gististaðnum Loft HI Hostel að Bankastræti 7, sbr. 43 gr. reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. ódags. þar sem fram kemur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur geri ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt. HER25010001
    Samþykkt.
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Farfugla ses., dags. 29. mars 2025 þar sem óskað er eftir leyfi um aðgang hunda á gististaðnum Dal HI Hostel að Sundlaugavegi 34, sbr. 43 gr. reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. ódags. þar sem fram kemur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur geri ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt. HER25010001
    Samþykkt.
     

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á upplýsingum um samræmingarvinnu og verklagsreglum hjá heilbrigðiseftirlitum á Íslandi, sbr. ósk um kynningu í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 13. mars 2025, 8. liður. HER25010001
     

  12. Fram fer umræða um leyfisveitingar, upplýsingagjöf og ferla. HER25010001

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir því að skýrslan Leyfi og líf í borginni sem send var heilbrigðiseftirlitinu fyrir áramót verði send til nefndarmanna og kynnt á næsta fundir nefndarinnar og niðurstöður hennar ræddar.
     

  13. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2025, 20. mars 2025, 27. mars 2025 og 3. apríl 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:03

Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Sandra Hlíf Ocares

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 10. apríl 2025