Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 16

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2009, 6. apríl n.k. kl. 13.30 var haldinn 16. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Garðar Mýrdal. Jafnframt sat fundinn Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir, Eygerður Margrétardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Vöktun strandlengjunnar – niðurstöður rannsókna
Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti niðurstöðurnar.

2. Vöktun áa í Reykjavík – niðurstöður rannsókna
Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.

3. Undanþága frá 19. gr. reglug. nr. 941/2002 um hollustuhætti
Lagt fram bréf Dvalar og hjúkrunarheimilisins Grundar dags.23. mars 2009 og tillaga að umsögn heilbrigðisnefndar.
Nefndin samþykkti umsögina samhljóða.

4. Undanþága frá 19. gr. reglug. nr. 941/2002 um hollustuhætti
Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis dags 26. mars 2009 og tillaga að umsögn heilbrigðisnefndar.
Nefndin samþykkti umsögnina samhljóða.

5. Gufunes – útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. apríl 2009.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

6. Tvöföldun Suðurlandsvegar – Suðurlandsvegur frá Vesturlandsvegi að Hólmsá.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 24. mars 2009.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

7. Hreinsun lóðar að Dalsmynni, Kjalarnesi – hreinsun á kostnað eiganda
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2009.
Nefndin samþykkti erindið samhljóða.

8. Hvalfjörður – bráðabirgðanýtingaleyfi
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 9. mars 2009 og bréf Orkustofnunar dags. 16. mars 2009.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun:
Lýst er undrun á að efnistaka sé leyfð um leið og fram kemur að ekki gefist tími til rannsókna á þáttum sem að mati skipulagsyfirvalda eigi að gera að skilyrði fyrir námavinnslunni. Eins og lögð er áhersla á hjá umsagnaraðilum er nauðsynlegt að fram fari heildstætt mat á umhverfisáhrifum þessarar efnistöku.

9. Kársnes – breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram til kynningar bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. mars 2009 og bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. mars 2009.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

10. Samstarf Slökkviliðs og heilbrigðiseftirlita á höfuðborgarsvæðinu
Lagðar fram til kynningar leiðbeinandi samstarfsreglur dags. mars 2009

11. Niðurstöður loftgæðamælinga – færanleg mælistöð
Kynntar mælingar frá Hlíðarborg. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.

12. Niðurstöður loftgæðamælinga – svifryk, köfnunarefnisdíoxíð og brennisteinsvetni
Kynntar niðurstöður frá 2008. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.

13. Fundargerðir framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu
Lögð fram til kynningarfundargerð dags. 11. mars 2009 og 26. mars 2009

14. Hólmsheiði – athafnasvæði. Staða mála.
Lagt fram til kynningarbréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20 mars 2009. Lögð fram Hólmsheiði – athafnasvæði; umhverfisskýrsla dags. 9. mars 2009 og greinargerð og skilmálar dags. 2. mars 2009

15. Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í loftgæðamálum
Lögð fram fyrirspurn frá fundi umhverfis- og samgönguráðs 25. mars 2009 og tillaga að svari. Nefndin samþykkti tillöguna samhljóða.

16. Samþykkt hundaleyfi
Lagður fram listi dags. 6. apríl 2009

19. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi
Lagður fram listi dags. 6. apríl 2009

Fundi slitið kl. 15.15

Kristján Guðmundsson
Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson