Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 159

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 13. mars kl. 11:00, var haldinn 159. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Snædís K. Bergmann.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 4. mars 2025 þar sem tilkynnt er um breytingu á skipan fulltrúa og formannssetu heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

    -    Kl. 11:03 tekur Birkir Ingibjartsson sæti á fundinum. MSS22080228
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram í trúnaði, ársuppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2024. HER25010001

    -    Kl. 11:09 tekur Ásta Björg Björgvinsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 11:41 víkur Hreinn Ólafsson af fundi. 
     

  3. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 5. mars 2025 vegna umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 84/2025 deiliskipulagstillögu borgarlínu, 1. lota – Ártúnshöfða 2, dags. 13. desember 2024. HER25010001
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. janúar 2025 vegna umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1191/2024 um rammahluta Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, Borgarlínan, fyrsta lota Borgarlínu, Ártún - Fossvogsbrú, dags. október 2024. HER25010001
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. janúar 2025 vegna umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1378/2025 deiliskipulagstillögu borgarlínu, 1. lota – Ártúnshöfði – Hamraborg; umhverfisskýrsla, dags. 13. desember 2024. HER25010001
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. janúar 2025 vegna umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1432/2024 um Hólmsheiði - Athafnasvæði - 2. áfangi, dags. 31. október 2024. HER25010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dags. ódags. vegna umsagna um tilkynningarskyldar framkvæmdir á varphúsi að Saltvík. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. febrúar 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 20. febrúar 2025 vegna umsagnarbeiðni í samráðsgátt, mál nr. S-19/2025 um endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum. HER25010001

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þakka fyrir umsögnina og óska eftir því að nefndin verði upplýst nánar um þá vinnu sem hefur verið hafin við að samræma vinnu og - verklagsreglur á milli heilbrigðiseftirlita ásamt því að auka gagnsæi með gjaldtöku.
     

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. desember 2024 ásamt kæru nr. 172/2024, dags. 5. nóvember 2024, þar sem kært er framferði fulltrúa heilbrigðiseftirlits REykjavíkur í Leikskólanum Sælukoti 5. nóvember 2024. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. HER25010001
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis dags. 28. janúar 2025 vegna kvörtunar yfir málsmeðferðar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í tengslum við umsókn um starfsleyfi. Einnig er lögð fram greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 11. febrúar 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

  11. Lögð fram tillaga að nýrri framkvæmd og fyrirkomulagi innheimtu eftirlitsgjalda, sbr. tillaga úr 12. lið fundargerðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 14. mars 2024, sbr. einnig 6. lið fundargerðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 12. desember 2024, um að fela starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að vinna samantekt um framkvæmd og fyrirkomulag innheimtu eftirlitsgjalda og gera samanburð við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði. Einnig eru lögð fram minnisblað skrifstofu stjórnsýslu og gæða dags. 17. september 2024 og viðbótarminnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. janúar 2025. Jafnframt eru lagðar fram leiðbeinandi reglur umhverfisráðherra um uppbyggingu gjaldskráa sveitarfélaga fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits dags. 9. apríl 1999. HER24010001

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga fulltrúa samtaka atvinnulífsins:

    Lagt er til að málinu verði frestað þannig að tækifæri gefist til að meta áhrif breytinganna og að upplýst verði hvernig brugðist verður við, í þeim tilfellum sem Reykjavíkurborg þarf að endurgreiða eftirlitsþegum fyrirframgreitt eftirlitsgjald, þegar ekki reynist unnt að framkvæma eftirlit skv. eftirlitsáætlun.

    Breytingartillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Flokki fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

    Upphafleg tillaga að nýrri framkvæmd og fyrirkomulagi innheimtu eftirlitsgjalda er tekin til afgreiðslu. 
    Samþykkt. Fulltrúi samtaka atvinnulífsins greiðir atkvæði á móti tillögunni.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Flokki fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:

    Heilbrigðisnefnd fagnar því að nýtt fyrirkomulag um innheimtu eftirlitsgjalda sé samþykkt í því skyni að mikilvægt sé að einfalda og samræma gjaldtöku á milli heilbrigðiseftirlita. Nefndin leggur áherslu á að rekstraraðilar fái kynningu og verði upplýstir um nýtt fyrirkomulag við innheimtu eftirlitsgjalda. Einnig óskar heilbrigðisnefnd eftir því að hún fái upplýsingar þegar reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag, hvernig hefur gengið.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa samtaka atvinnulífsins:

    Það er ósanngjarnt að gera eftirlitsþegum að greiða þjónustu- og eftirlitsgjöld fyrirfram í formi árgjalds þar sem það hefur í reynd í för með sér tilflutning fjármagnskostnaðar til eftirlitsþega. Þegar haft er í huga að til þessu getur komið að endurgreiða verði árgjaldið ef eftirlit samræmist ekki eftirlitsáætlun skapast hætta á að eftirlitsþeginn muni sitja uppi með fjármagnskostnaðinn sem hefur verið til hans fluttur. Telja verður að það að Reykjavíkurborg innheimti eftirlitsgjöld sem eru í eðli sínu þjónustugjöld í formi árgjalds útsetji Reykjavíkurborg fyrir laga- og kostnaðarlegri áhættu. Ef árgjaldið er innheimt á grundvelli kostnaðar sem afmarkast af umfangi eftirlits samkvæmt eftirlitsáætlun og eftirlitið á sér ekki stað í samræmi við áætlunina eru verulegar líkur á að innheimtan hafi talist ólögmæt frá öndverðu og því verði Reykjavíkurborg að endurgreiða eftirlitsþega gjaldið ásamt vöxtum og e.t.v. dráttarvöxtum skv. 8. gr. laga nr. 50/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda.

    -    Kl. 13:00 víkur Birkir Ingibjartsson af fundi.
     

    Fylgigögn

  12. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá dags. 13. febrúar 2025, 20. febrúar 2025, 27. febrúar 2025 og 6. mars 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:18

Hjálmar Sveinsson Ásta Björg Björgvinsdóttir

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Sandra Hlíf Ocares

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 13. mars 2025