Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 11:13, var haldinn 158. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur (aukafundur). Fundurinn var haldinn sem fjarfundur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R. Friðjónsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Sandra Hlóf Ocarea og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Þorkell Heiðarsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Snædís K. Bergmann.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. janúar 2025 þar sem kemur fram að Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns taki sæti í heilbrigðisnefnd í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur. Jafnframt er tilkynnt að Tinna Helgadóttir og Róbert Aron Magnússon taki sæti sem varafulltrúar í heilbrigðisnefnd í stað Oktavíu og Egils Þórs Jónssonar og dags. 6. febrúar 2025 þar sem kemur fram að Birkir Ingibjartsson taki sæti í heilbrigðisnefnd í stað Hjálmars Sveinssonar. Jafnframt er tilkynnt að Pétur Marteinn U. Tómasson taki sæti sem varafulltrúi í heilbrigðisnefnd í stað Ellenar Calmon. MSS22060075
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. 7. janúar 2025, þar sem óskað er eftir því að Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur taki ákvörðun um aflífun viðkomandi hunds í samræmi við 8. grein samþykktar um hundahald í Reykjavíkurborg, nr. 355. Einnig er lögð fram greinargerð úr málaskrá Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. ódags., andmæli hundaeiganda dags. 14. janúar 2025, uppfærðu endurmati frá dýralækni, bréf til hundaeiganda, dags. 14. janúar 2025 og svari frá Dýraþjónustu Reykjavíkur, dags. 27. janúar 2025 ásamt greinargerð Dýraþjónustu Reykjavíkur vegna andmæla í máli, dags. 28. janúar 2025.
Samþykkt.
Lögð fram svohljóðandi bókun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:
Með vísan í ákvörðun Dýraþjónustu Reykjavíkur þess efnis að nauðsynlegt sé að aflífa hund ákveður heilbrigðisnefnd, í samræmi við 8. gr. samþykktar um hundahald í Reykjavík, að aflífa skuli þann hund sem hér um ræðir. Framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur verði falið að vinna málið áfram í samræmi við ákvörðun Heilbrigðisnefndar, eftir atvikum í samvinnu við lögreglu og/eða önnur stjórnvöld.
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá dags. 16. janúar 2025, 23. janúar 2025, 30. janúar 2025 og 6. febrúar 2025. HER25010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:05
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Friðjón R. Friðjónsson
Oktavía Hrund Jóns Sandra Hlíf Ocares
Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 13. febrúar 2025