Heilbrigðisnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 16. janúar kl. 11:07, var haldinn 157. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Hjálmar Sveinsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi frá Samtökum atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Snædís K. Bergmann.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. 7. janúar 2025, þar sem óskað er eftir því að Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur staðfesti ákvörðun Dýraþjónustunnar um aflífun viðkomandi hunds í samræmi við 8. grein samþykktar um hundahald í Reykjavíkurborg, nr. 355. Einnig er lögð fram greinargerð úr málaskrá Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. ódags. ásamt fylgiskjölum. HER25010001
Frestað.- Kl. 11:49 víkur Ólafur Jónsson af fundi.
Lögð fram svohljóðandi bókun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:
Heilbrigðisnefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins vegna þess að ný gögn bárust stuttu fyrir fund. Heilbrigðisnefnd þakkar Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir greinargóða samantekt á málinu. Nefndin leggur áherslu á að málið verði unnið áfram hratt og örugglega. Það verður einnig að líta til þess að börnum getur stafað hætta vegna hundsins sem um ræðir í þessu máli og mikilvægt er að litið verði til þess við vinnslu málsins.
Þorkell Heiðarsson deildarstjóri, Helena Gylfadóttir og Elísabet Hrönn Fjóludóttir verkefnastjórar frá Dýraþjónustu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um fuglaflensu sem hefur komið upp. HER25010001
Þorkell Heiðarsson deildarstjóri, Helena Gylfadóttir og Elísabet Hrönn Fjóludóttir verkefnastjórar frá Dýraþjónustu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. desember 2024 ásamt kæru nr. 172/2024, dags. 5. nóvember 2024, þar sem kært er framferði fulltrúa heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í Leikskólanum Sælukoti 5. nóvember 2024. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. janúar 2025. HER25010001
Ástrún Eva Sívertsen heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram til upplýsinga, erindisbréf um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík, dags. 21. október 2024. MSS24090132
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá dags. 5. desember 2024, 12. desember 2024, 19. desember 2024, 30. desember 2024 og 9. janúar 2025. HER25010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:29
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein
Hjálmar Sveinsson Oktavía Hrund Jóns
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 16. janúar 2025