Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 157

Heilbrigðisnefnd

Ár 2025, fimmtudaginn 16. janúar kl. 11:07, var haldinn 157. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Hjálmar Sveinsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi frá Samtökum atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Snædís K. Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. 7. janúar 2025, þar sem óskað er eftir því að Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur staðfesti ákvörðun Dýraþjónustunnar um aflífun viðkomandi hunds í samræmi við 8. grein samþykktar um hundahald í Reykjavíkurborg, nr. 355. Einnig er lögð fram greinargerð úr málaskrá Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. ódags. ásamt fylgiskjölum. HER25010001
    Frestað.

    -    Kl. 11:49 víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    Lögð fram svohljóðandi bókun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:

    Heilbrigðisnefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins vegna þess að ný gögn bárust stuttu fyrir fund. Heilbrigðisnefnd þakkar Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir greinargóða samantekt á málinu. Nefndin leggur áherslu á að málið verði unnið áfram hratt og örugglega. Það verður einnig að líta til þess að börnum getur stafað hætta vegna hundsins sem um ræðir í þessu máli og mikilvægt er að litið verði til þess við vinnslu málsins.

    Þorkell Heiðarsson deildarstjóri, Helena Gylfadóttir og Elísabet Hrönn Fjóludóttir verkefnastjórar frá Dýraþjónustu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

  2. Fram fer umræða um fuglaflensu sem hefur komið upp. HER25010001

    Þorkell Heiðarsson deildarstjóri, Helena Gylfadóttir og Elísabet Hrönn Fjóludóttir verkefnastjórar frá Dýraþjónustu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

  3. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. desember 2024 ásamt kæru nr. 172/2024, dags. 5. nóvember 2024, þar sem kært er framferði fulltrúa heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í Leikskólanum Sælukoti 5. nóvember 2024. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. janúar 2025. HER25010001

    Ástrún Eva Sívertsen heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram til upplýsinga, erindisbréf um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík, dags. 21. október 2024. MSS24090132
     

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá dags. 5. desember 2024, 12. desember 2024, 19. desember 2024, 30. desember 2024 og 9. janúar 2025. HER25010001
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:29

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Hjálmar Sveinsson Oktavía Hrund Jóns

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 16. janúar 2025