Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 156

Heilbrigðisnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 12. desember kl. 11:03 var haldinn 156. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, , Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi frá Samtökum atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti á fundinum með rafrænum hætti: Guðjón Ingi Eggertsson. 
Fundarritari var Snædís K. Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðunni á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

    Sólveig Skaftadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

  2. Lögð fram lýsing skipulagsgerðar og drög að tillögu aðalskipulags Reykjavíkur 2040 um landnotkunarheimildir við Hringbraut – Hringbraut sem aðalgata frá Bjarkargötu að Ánanaustum, dags. október 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1284/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. nóvember 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram deiliskipulagslýsing fyrir Elliðaárvog, Geirsnef vegna breytinga á deiliskipulagi, dags. nóvember 2024, þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1382/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 5. desember 2024. HER24010001

    -    Kl. 11:34 víkur Svava Svanborg Steinarsdóttir af fundi.
     

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um nýja hollustuháttareglugerð nr. 903/2024. HER24010001

    -    Kl. 12:05 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.
     

  5. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 7. nóvember 2024, 14. nóvember 2024, 21. nóvember 2024, 22. nóvember 2024 og 28. nóvember 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

  6. Samþykkt að taka inn mál með afbrigðum. Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins greiðir atkvæði á móti því að taka málið á dagskrá.
    Lögð fram að nýju tillaga heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sbr. 12. liður fundargerðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 14. mars 2024 um að fela starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að vinna samantekt um framkvæmd og fyrirkomulag innheimtu eftirlitsgjalda og gera samanburð við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði.
    Frestað.

    Lögð fram svohljóðandi bókun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur:

    Heilbrigðisnefnd frestar málinu og felur starfsfólki að vinna málið áfram og leggja fram tillögu að breyttu fyrirkomulagi innheimtu þjónustugjalda, og samþykkir að boðaður verður aukafundur í næstu viku þar sem málið verður tekið til afgreiðslu.
     

Fundi slitið kl. 12:40

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Sandra Hlíf Ocares

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 12. desember 2024