Heilbrigðisnefnd
Ár 2024, fimmtudaginn 17. október kl. 11:01, var haldinn 154. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Hjálmar Sveinsson, Oktavía Hrund Jóns, Sandra Hlíf Ocares, og fulltrúi frá samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Guðjón Ingi Eggertsson, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Hreinn Ólafsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Helgi Guðjónsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram til afgreiðslu drög að fjárhagsáætlun 2025 fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Samþykkt. HER24010001
-
Lögð fram til afgreiðslu, drög að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2025.
Samþykkt. HER24010001
-
Lögð fram til kynningar, drög að gjaldskrá Sorphirðu fyrir árið 2025. HER24010001
- Kl. 11:55 víkja Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri af fundi.
-
Fram fer kynning á stöðu nýs tölvukerfis fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Sólveig Skaftadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd fagnar því hve vel vinna við kaup og innleiðingu á nýju tölvukerfi heilbrigðiseftirlitsins síðastliðna mánuði hefur gengið. Hefur sú vinna verið til fyrirmyndar og tilefni til þess að hrósa starfsfólki heilbrigðiseftirlitsins og verkefnastjóra verkefnisins fyrir þá vinnu.
-
Lögð fram skipulagslýsing Borgarspítalareits, dags. maí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 748/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
-
Lögð fram skipulagslýsing Kjalarness, Hrafnhóla, dags. 1. júlí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1035/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
-
Lögð fram lýsing Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, Kjalarnes og dreifbýl svæði, dags. júní 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 927/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
-
Lögð fram skipulagslýsing Safamýrar, Framsvæðis, dags. maí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 747/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. september 2024, 17. september 2024, 19. september 2024, 26. september 2024 og 3. október 2024. HER24010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:23
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein
Oktavía Hrund Jóns Sandra Hlíf Ocares
Hjálmar Sveinsson Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 17. október 2024