Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 153

Heilbrigðisnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 12. september 2024 kl. 11:01, var haldinn 153. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með rafrænum hætti: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðjón Ingi Eggertsson, Guðjón Helgason og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram árshlutauppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir janúar - júní 2024.

    -    Kl. 11:03 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
    -    Kl. 11:06 tekur Ólafur Jónsson fulltrúi frá samtaka atvinnulífsins sæti á fundinum.

    Hreinn Ólafstjóri fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðunni á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

    Sólveig Skaftadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

  3. Lögð fram verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats Aðalskipulags Reykjavíkur 2024 fyrir atvinnusvæðið á Álfsnesi, Esjumela, dags. júní 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 928/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. september 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram lýsing skipulagsgerðar og drög að tillögu Aðalskipulags Reykjavíkur 2024 fyrir stakar húsbyggingar á opnum svæðum á Hólmsheiði, Úlfarsárdal, dags. júní 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 931/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. ágúst 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um deiliskipulag á Veðurstofuhæð, sbr. uppdrætti og skýringarmyndir, dags. 13. júní 2024, skilmála, dags. 13. júní 2024 og yfirlitskorti yfir svæði og lóðir, dags. 21. maí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 862/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. ágúst 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög að að breytingu á reglugerð nr. 990/2008 um umhverfisupplýsingar, útstreymisbókhald, þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Samráðsgátt, mál nr. 126/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. ágúst 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram áform um lagasetningu á breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar leyfisferla, samræmingu málsmeðferðar og fl. í umhverfis- og orkumálum, dags. 4. júlí 2024, þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Samráðsgátt, mál nr. S-137/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. ágúst 2024. HER24010001

    -    Kl. 11:45 víkur Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi af fundi.
     

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á stöðu mála við innleiðingu á nýrri Hollustuháttarreglugerð. HER24010001

  9. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags 15. ágúst 2024, 22. ágúst 2024, 29. ágúst 2024 og 5. september 2024. HER24010001
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:07

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Sandra Hlíf Ocares Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 12. september 2024