No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Ár 2024, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 kl. 11:06, var haldinn 152. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein og Sandra Hlíf Ocares ásamt Ólafi Jónssyni fulltrúa samtaka atvinnulífsins. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir tók sæti með fjarfundabúnaði Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslason, Helgi Guðjónsson, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Magnea Lillý Friðgeirsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðunni á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Sólveig Skaftadóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001 -
Fram fer kynning á nýrri reglugerð um Hollustuhætti nr. 903/2024 HER24010001
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í mál nr. S-120/2024 í samráðsgátt, Frumvarp til laga um loftslagsmál. HER24010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á úrskurði nr. 57/2024 SKOR.
Einnig er lögð fram tillaga heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Heilbrigðisnefnd óskar eftir áliti borgarlögmanns á því hvaða úrræði nefndin hefur til að afla frekari rökstuðnings vegna úrskurðar úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála, til að koma að frekari andmælum eða endurupptöku, og þá einkum vegna leiðbeininga um framtíðarframkvæmd. Tilefni eru úrskurðarorð vegna úrskurðar SKOR í máli nr. 57/2004.
Samþykkt HER24010001Fylgigögn
-
Fram fer kynning á úrskurði nr. 59/2024 Tjarnarbíó HER24010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í máli Deiliskipulag Austurstræti 8-14 HER24010001
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í máli nr. 563/2024 í skipulagsgátt Þjóðarhöllinn HER24010001
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í máli nr. 749/2024 í skipulagsgátt Einarsnes USK24080081
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í máli nr. 0564/2024 Borgartúnsreitur Vestur HER24010001
-
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í mál nr. 0728/2024 í skipulagsgátt,
Móttaka úrgangsolíu í Örfirisey. HER24010001 -
Lögð fram umsókn Langholtsskóla um undanþágu fyrir að hafa hund í skólastofu, dags.13. júní 2024.
Samþykkt að veita umbeðna undanþágu sbr. 3. tl. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti. HER24010001Fylgigögn
-
Lagðar fram Fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits dags 13. júní 2024, 20. júní 2024, 27. júní 2024, 4. júlí 2024, 11. júlí 2024, 18. júlí 2024, 25. júlí 2024, 26. júlí 2024, 30. júlí 2024, 1. ágúst 2024 og 8. ágúst 2024. HER24010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:17
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 15. ágúst 2024