Heilbrigðisnefnd
Ár 2024, fimmtudaginn 13. dagur kl. 11:00, var haldinn 151. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Ólafur Jónsson fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sandra Hlíf Ocares, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslasson, Óskar Sigursson, Guðjón Ingi Eggertsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Frostadóttir Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning um gagnagrunn Umhverfisstofnunar um menguð svæði í Reykjavík. HER24010001
-
Fram fer kynning á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Sólveig Skaftadóttir, sérfræðingur hjá Þjónustu og nýsköpunarsviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001Fylgigögn
-
Fram fer kynning á nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Margrét Lilja Gunnardóttir, teymisstjóri innkaupa tekur sæti á fundinum undir þessum lið HER24010001Fylgigögn
-
Fram fer kynning á árshlutauppgjöri umhverfis- og skipulagssviðs
Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001 -
Lögð fram fjárhagsáætlun Umhverfis- og skipulagssviðs 2025.
Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001 -
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 4. júní 2024 ásamt kæru nr. 57/2024, dags. 22. maí 2024 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa veitingastaðnum SKOR Kolagötu 1 leyfi fyrir lengri opnunartíma. USK24060026
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 31. maí 2024 ásamt kæru nr. 59/2024, dags. 30. maí 2024 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita starfsleyfi fyrir Tjarnarbíó, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir um hávaðamengun. HER24010001
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. maí 2024, 21. maí 2024, 28. maí 2024, 31. maí 2024 og 6. júní 2024. HER24010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:33
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 13. júní 2024