Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 15

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2009, 2. mars n.k. kl. 13.30 var haldinn 15. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Arnarholti, 3. hæð að Borgartúni 12-14. Heilbrigðisnefnd: Kristján Guðmundsson, Þórunn B Birgisdóttir, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal, Stefán Benediktsson, Ólafur Jónsson. Viðstaddir: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson sem ritaði fundargerð. Auk þess komu á fundinn Anna Rósa Böðvarsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir, Ágúst Thorstensen, Garðar Sigurþórsson, Eygerður Margrétardóttir, Ellý K. Guðmundsóttir, Halldóra Ingimarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar um loftgæði.
Áætlun lögð fram til samþykktar.Árný Sigurðardóttir og Eygerður Margrétardóttir kynntu.
Viðbragðsáætlun samþykkt með eftirfarandi bókun með fimm greiddum atkvæðum. Ólafur Jónsson sat hjá:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir viðbragðsáætlun um loftgæði í Reykjavík sbr. ákvæði 15. gr. reglugerðar um loftgæði nr. 787/1999, með þeim fyrirvara að auknar lagaheimildir geti þurft vegna ákveðinna aðgerða í áætluninni. Viðbragðsáætlunin er sett með því markmiði að draga úr þeirri hættu sem mengunarefni í andrúmslofti geta haft á borgarana og þakkar nefndin þá metnaðarfullu vinnu sem starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs hefur lagt í áætlunina. Heilbrigðisnefndin fagnar því að vinna við gerð viðbragðsáætlunarinnar er komin á rekspöl og er mikilvægt að grípa til þeirra skammtímaráðstafana sem tilbúnar eru. rýnt er að skapa hið fyrsta aðstæður m.a. með nauðsynlegum lagabreytingum til að unnt sé að grípa til áhrifaríkari aðgerða varðandi bílaumferð og mengun frá henni. Nauðsynlegt er að knýja á um fjármagn til bættrar rannsóknaraðstöðu heilbrigðiseftirlits í þessu sambandi.

2. Vöktun áa í Reykjavík.
Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.

3. Þjónustuhandbók Umhverfis- og samgöngusviðs.
Halldóra Ingimarsdóttir kynnti.

4. Hreinsun lóðar á kostnað eiganda.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. mars 2009.
Heilbrigðisnefndin samþykkir að lóð við Súðarvog 12 verði hreinsuð á kostnað eigenda.

5. Brot gegn rlg. um hollustuhætti - hundum boðið í kvikmyndahús.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2009 og eftirlitsskýrslur 7. febrúar 2009.

6. Kollafjörður – bráðabirgðanýtingaleyfi.
Lagt fram bréf Björgunar ehf. dags. 16. janúar 2009, bréf Orkustofnunar dags. 21, janúar 2009 og bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags 3. febrúar 2009.

7. Fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfðuborgarsvæðin.
Lögð fram fundargerð dags. 4. febrúar 2009.

8. Fisflugvöllur á Hólmsheiði.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 11. febrúar 2009.

9. Hallsvegur, Úlfarsfellsvegur – frummatsskýrsla.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. febrúar 2009.

10. Suðurvesturlínur.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 28. janúar 2009 og bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. febrúar 2009

11. Leyfi fyrir birgðastöð fyrir tilraunadýr í Læknagarði.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. febrúar 2009.

12. Niðurstöður úr matvælaeftirliti með þorramat og saltkjöti.
Ágúst Thorstensen og Garðar Sigurþórsson kynntu.

13. Hólmsheiði.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. janúar 2009 og Íslenskra orkurannsókna dags. 29. janúar 2009.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur beinir því til Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík að eftirlitið sendi Samvinnunefnd um svæðaskipulag á höfuðborgarsvæðinu erindi varðandi hugmyndir eða áform um hvort aflétta megi vatnsvernd á Hólmsheiði þar sem fyrirhugað er athafnasvæði. Nefndin leggur áherslu á að farið verði í rannsóknir á vatnsverndarsvæðinu í þeim borholum sem fyrir eru s.s. grunnvatnshæð og grunnvatnshita til að styrkja mögulega ákvörðun um hvort aflétta megi vatnsvernd á umræddu svæði og að horft verði á heildarmynd svæðisins.”

14. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. mars 2009

15. Samþykkt starfs- og tóbakssöluleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. mars 2009


Fundi slitið kl. 15.30.

Kristján Guðmundsson

Þórunn Benný Birgisdóttir Stefán Benediktsson
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson