Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 149

Heilbrigðisnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 11. apríl kl. 11:06, var haldinn 149. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares, Birna Hafstein. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Halla Björg Evans og Hólmfríður Frostadóttir  Fundarritari var Snædís K. Bergman.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á ráðningu nýs starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Friðrik Hjörleifsson, fulltrúa í matvælaeftirliti. HER24010001

  2. Fram fer kynning á stöðu mála í stafrænu eftirlitskerfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Sólveig Skaftadóttir verkefnastjóri á Þjónustu og nýsköpunarsviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001

  3. Lögð fram leiðrétt drög starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af nýlegum breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs og nýju samræmdu flokkunar- og hirðukerfi fyrir heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fól Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur áframhaldandi vinnu við samþykktina og er hún nú lögð fyrir nefndina.

    Drög að samþykkt um samræmda meðhöndlun úrgangs samþykkt. Vísað til borgarráðs HER24010001

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, dags. 21. mars 2024 um aðgerðaráætlun matvælastefnu. HER24010001

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á umsögn, dags. 4. apríl 2024 um tillögu um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar - Örfirsey ,Fiskislóð 15-21

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tilkynning frá innviðaráðuneytinu dags. 5. júní 2023 ásamt ásamt kæru dags. 1. apríl 2023, þar sem kært er aðgerðarleysi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur vegna loftmengunar í Reykjavík. Einnig er lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2023 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. júlí 2023. Jafnframt er lagður fram úrskurður Innviðaráðuneytisins, dags. 7. mars 2024. USK23060043

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 2. janúar 2024, ásamt kæru, dags. 29. desember 2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 29. nóvember sl. að verða ekki við kröfu kæranda um að fella úr gildi starfsleyfi alifuglabúsins að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. febrúar 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. apríl 2024. úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 29. nóvember 2023 um að hafna kröfu um afturköllun á starfsleyfi alifuglabúsins að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. USK24040061

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. mars 2024, 19. mars 2024, 26. mars 2024, 2. apríl 2024 og 5. apríl 2024. HER24010001

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:07

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 11. apríl 2024