Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 148

Heilbrigðisnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 14. mars kl. 11:04, var haldinn 148. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Sandra Hlíf Ocares, Unnur Þöll Benediktsdóttir og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Ellen Calmon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Snædís K. Bergmann.
 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu mála í stafrænu eftirlitskerfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Sólveig Skaftadóttir verkefnastjóri á þjónustu og nýsköpunarsviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

  2. Fram fer kynning á ársuppgjöri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2023.

    -    Kl. 11:16 tekur Birna Hafstein sæti á fundinum.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

  3. Fram fer kynning nýs starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Kristófer Ásmundsson, fulltrúa í matvælaeftirliti. HER24010001

  4. Lagt fram til afgreiðslu, uppfærð skilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir samkomustaði.
    Uppfærð skilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, samþykkt. HER24010001

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að heilbrigðisnefnd Reykjavíkur aflétti leigubanni af íbúðarhúsnæði að Gnoðarvogi 66.
    Samþykkt. HER24010001

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af nýlegum breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs og nýju samræmdu flokkunar- og hirðukerfi fyrir heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fól Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur áframhaldandi vinnu við samþykktina og er hún nú lögð fyrir nefndina.
    Samþykkt um meðhöndlun úrgangs, samþykkt.

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsóknarnarbeiðni Reykjavíkurborgar um undanþágu frá 1. mgr. 34. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og 3. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, vegna starfsemi leikskóla í húsnæði Kringlunnar 1 í Reykjavík, dags. 3. ágúst 2023 til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins. Einnig er lögð fram umsagnarbeiðni frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. ágúst 2023, ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. október 2023. Jafnframt er lögð fram niðurstaða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2024. HER24010001

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 2. janúar 2024, ásamt kæru, dags. 29. desember 2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 29. nóvember sl. að verða ekki við kröfu kæranda um að fella úr gildi starfsleyfi alifuglabúsins að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. febrúar 2024. HER24010001

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsagnarbeiðni frá Matvælaráðuneytinu, dags. 17. janúar 2024, þar sem óskað er umsagnar um Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu nr. 3/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. febrúar 2024.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
     

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 6. febrúar 2024, 13. febrúar 2024, 20. febrúar 2024, 27. febrúar 2024 og 5. mars 2024. HER24010001

    -    Kl. 12:09 víkur Unnur Þöll Benediktsdóttir af fundi og Aðalsteinn Haukur Sverrisson tekur sæti á fundinum.
     

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um eftirfylgni máls er varðaði óleyfilegan matvælalager í Sóltúni 20 og aðkomu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að aðgerðum lögreglu þann 5. mars 2024. HER24010001

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga heilbrigðisnefndar Reykjavíkur: 

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram tillögu að fela starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að vinna samantekt um framkvæmd og fyrirkomulag innheimtu eftirlitsgjalda og gera samanburð við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði. HER24010001

    Samþykkt.

    -    Kl. 12:48 víkur Ellen Calmon af fundi.
     

Fundi slitið kl. 12:57

Sandra Hlíf Ocares Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Birna Hafstein Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 14. mars 2024