Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 147

Heilbrigðisnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 11:00 var haldinn 147. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Egill Þór Jónsson og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Snædís K. Bergmann.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á ráðningu nýs starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur , Anítu Þórunni Þráinsdóttur, fulltrúa í matvælaeftirliti. Einnig fer fram umræða um fyrirhugaðar auglýsingar á lausum stöðum í Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. HER24010001

 2. Lagðar fram til upplýsinga, verklagsreglur um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, ásamt bréfi dags. 26. janúar 2024 MSS23090170

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á stöðu mála í stafrænu eftirlitskerfi.

  -    Sólveig Skaftadóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001

  -    kl. 11:42 víkur Egill Þór Jónsson af fundi

  -    kl. 11:42 tekur Birna Hafstein sæti á fundi

 4. Lögð fram uppfærð starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir matsöluvagna. HER24010001

  -    Jón Ragnar Gunnarsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram uppfærð starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir gististaði. HER24010001

  -    Jón Ragnar Gunnarsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1 desember 2023 ásamt kæru dags. 20. nóvember 2023 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að neita að afhenda afrit af kæru eftirlitsins til lögreglu í máli VY-þrifa ehf. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2023 og úrskurður Úrskurðarnefnd um upplýsingamál dags. 18. janúar 2024. Úrskurðarorð: Kæru Hilmars Garðars Þorsteinssonar, dags. 20. nóvember 2023, er visað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. HER24010001

  Fylgigögn

 7. Lögð fram drög starfshóps SSH, sbr. bréf dags. 30. Janúar 2024, að sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af nýlegum breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs og nýju samræmdu flokkunar- og hirðukerfi fyrir heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu.  
  Lagt til að heilbrigðisnefnd feli Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vinnu að drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík sem taki mið af tillögu starfshóps. Samþykkt að heilbrigðisnefnd feli Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vinnu að drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík sem taki mið af tillögu starfshóps. HER24010001

  Fylgigögn

 8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. ódagsett um hljóðmælingar á Ingólfstorgi, sbr. 15. lið fundargerðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, dags. 14. desember 2023. HER24010001

  Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:

  Heilbrigðisnefnd þakkar fyrir umsögn heilbrigðiseftirlitsins um hljóðmælingar á Ingólfstorgi. Hljóðmæling hefur átt sér stað sl. 5 ár þegar að skautasvell hefur verið opið í aðdraganda jóla. Eins og fram kemur í umsögn hefur þetta gefið góða raun og hávaði verið undir viðmiðunarmörkum. Nefndin fagnar því að þessi starfsemi eigi sér stað á þessum árstíma enda skemmtileg og vinsæl afþreying fyrir börn og unglinga í borginni.

  -    Helgi Guðjónsson verkefnastjóri og Guðjón Ingi Eggertsson Heilbrigðisfulltrúi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 9. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1751 dags. 9. janúar 2024, nr 1752 dags. 11. janúar 2024, nr. 1753 dags. 16. janúar, nr. 1754 dags. 23. janúar 2024, nr. 1755 dags. 25. janúar 2024 og nr. 1756 dags. 30. janúar 2024. HER24010001

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:09

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Ólafur Hvanndal Jónsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar 8. febrúar 2024