Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 146

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 11. janúar kl. 11:08, var haldinn 146. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti: Egill Þór Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Hólmfríður Frostadóttir. 
Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

 1. Kynning á ráðningu heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einir Björn Ragnarsson hefur hafið störf sem fulltrúi í matvælaeftirliti. HER24010001

 2. Fram fer kynning á loftgæðum og svifryksmengun um áramót 2023/2024.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir og Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
   

 3. Fram fer kynning á vöktun loftgæða fyrir árið 2023.
  Frestað HER24010001

 4. Fram fer kynning á vöktun strandsjávar fyrir árið 2023.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir og Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
   

 5. Fram fer kynning á vöktun áa og vatna fyrir árið 2023.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir og Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
   

 6. Lögð fram til afgreiðslu, umsókn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., kt. 581096-2919, dags. 3. nóvember 2023, að loknu auglýsingaferli, um tímabundið starfsleyfi fyrir móttöku á úrgangi til endurvinnslu á lóð Sævarhöfða 6-10. Einnig er lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. desember 2023 um fyrirhugaða synjun umsóknar, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2023, þar sem fram kemur að starfsemin samræmist ekki ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur 2040.
  Umsókn Malbikunarstöðvar Höfða er synjað með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2023.

  Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010002
   

  Fylgigögn

 7. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags 29. desember 2023, ásamt kæru nr. nr. 147/2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 29. nóvember sl. að verða ekki við kröfu kæranda um að fella úr gildi starfsleyfi alifuglabúsins að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. HER24010001

  Fylgigögn

 8. Lögð fram umsagnarbeiðni um mál nr. 0785/2023, breyting á deiliskipulagi Stekkjarbrekkur-Hallsveg-Lambhagaveg 14. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. desember 2023. HER24010001

  Fylgigögn

 9. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 8. desember 2023, þar sem óskað er umsagnar um breytingu á  reglugerð nr. 814/2010 um Hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2024. HER24010001

  Fylgigögn

 10. Lagðar fram fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1745 dags. 12. desember 2023, nr. 1746 dags. 13. desember 2023, nr. 1747 dags. 15. desember, nr. 1748 dags. 19. desember, nr. 1749 dags. 22. desember 2023 og nr. 1750 dags. 4. janúar 2024. HER24010001

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:23

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Egill Þór Jónsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Ólafur Hvanndal Jónsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 11. janúar 2024