Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 145

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 14. dagur kl. 11:07, var haldinn 145. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Auðun Helgason og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Snædís K. Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram árshlutauppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá janúar til september 2023.

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundi undir þessum lið. HER23010001

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsagnarbeiðni, dags. 9. nóvember 2023 um skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Tindstaði á Kjalarnesi, dags. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. nóvember 2023. HER23010001

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Elliðaár, sbr. 28. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 31. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 7. desember 2023. MSS23080126

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf frá Málsvara lögmannsstofu dags. 20. nóvember 2023 þar sem kærð er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um afhendingu gagna í máli Vy-þrifum. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. desember 2023. USK23120007

  5. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hljóðmælingar, sbr. 36. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 30. nóvember 2023 og var vísað til meðferðar til heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

    Samþykkt að vísa tillögunni frá. MSS23110171

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fagnar tillögu Flokks Fólksins um hljóðmælingar frá fundi borgarráðs þann 30 nóvember s.l. En í ljósi þess að sú vinna hefur verið í gangi undanfarin ár varðandi skautasvellið er ekki grundvöllur fyrir því að samþykkja tillöguna og henni vísað frá. Engu að síður verður leitað eftir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

     

  6. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. nóvember 2023, 21. nóvember 2023, 23, nóvember 2023, 28. nóvember 2023 og 5. desember 2023. HER21120009

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:55

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 14. desember 2023