Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 143

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 6. október kl. 10:02, var haldinn 143. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Snædís K. Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til kynningar, fjárhagsáætlun 2024 fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

    -    Kl. 10:05 tekur Birna Hafstein sæti á fundinum.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER23010001

  2. Lagt fram til afgreiðslu breytingar á gjaldskrám Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2024.
    Samþykkt. HER23010001

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsagnarbeiðni, dags. 27. júlí 2023, þar sem Kópavogsbær óskar eftir umsögn um breytingu á deiliskipulagi vegna máls nr. 0427/2023, Brú yfir Fossvog, sem var auglýst í Skipulagsgátt. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. september 2023 ásamt fylgigögnum. HER23010001

    Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 28. júní 2023 þar sem óskað er eftir umsögn um uppbyggingu á húsnæði fyrir viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram matsskyldufyrirspurn frá VSÓ ráðgjöf dags. maí 2023 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2023. HER23010001

    Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á fyrirkomulagi við yfirferð teikninga frá atvinnustarfsemi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. HER23010001

  6. Fram fer kynning á hlutverki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi starfsemi snyrtistofa og sólbaðsstofa. HER23010001

  7. Fram fer kynning á máli Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna ólöglegrar geymslu á matvælum. HER23010001

  8. Lagðar fram fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. september 2023, 19. september 2023, 22. september 2023, 26. september 2023, 29. september 2023 og 3. október 2023. HER21120009

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:25

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Ólafur Hvanndal Jónsson

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 6.10.2023 - Prentvæn útgáfa