Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 142

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 14. september kl. 11:00, var haldinn 142. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 17. ágúst 2023, þar sem samþykkt var að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti í heilbrigðisnefnd í stað Rannveigar Ernudóttur. Jafnframt lagt til að Oktavía Hrund Jóns taki sæti sem varamaður í stað Kristins Jóns Ólafssonar. HER23010001

    Fylgigögn

  2. Lagt er til að gjaldskrá mengunar- og heilbrigðiseftirlit verði hækkuð um sem nemur 3,6% frá og með 1. október 2023.

    Samþykkt með vísan í 4. mgr. 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er falið að birta gjaldskrá í B-deild stjórnartíðinda.

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER23010001

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á sex mánaða uppgjöri fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER23010001

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2024, skuldbindingar og áhættur.

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER23010001

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðkomu að eldgosinu að Litla Hrúti. HER23010001

  6. Fram fer kynning á ráðningu heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Eftirfarandi fulltrúar hafa hafið störf:

    Lára Hallgrímsdóttir og Ottó Ingi Þórisson hjá matvælaeftirlitinu og Jóhanna Margrét Halldórsdóttir hjá umhverfiseftirliti. HER23010001

  7. Lögð fram tilkynning frá Lex lögmannsstofu fyrir hönd Björgunar ehf., dags. 17. maí 2023 til Skipulagsstofnunar þar sem tilkynnt er um að Björgun hyggst sækja um breytingar á gildandi leyfum til efnistöku af hafsbotni í Kiðafellsnámu í Hvalfirði og umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dags. 30. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. júní 2023. HER23010001

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur að nauðsynlegt sé að reglubundið eftirlit verði haft með áhrifum á lífríki, hafbotn og hafstrauma vegna námuvinnslu í Kiðafellsnámu í Hvalfirði. Nefndin tekur undir ábendingar þar að lútandi í svari heilbrigðiseftirlitsins.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsagnarbeiðni, dags. 15. ágúst 2023, þar sem Reykjavíkurborg óskar eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um Suðurfell - skipulagslýsing nr. 0446/2023: Lýsing (Nýtt deiliskipulag). Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. ágúst 2023. HER23010001

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsagnarbeiðni, dags. 27. júlí 2023, þar sem Reykjavíkurborg óskaði eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um Norður Mjódd - Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7, skipulagslýsing nr. 0447/2023: Lýsing (Breyting á deiliskipulagi). Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. ágúst 2023. HER23010001

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tilkynning frá innviðaráðuneytinu dags. 5. júní 2023 ásamt ásamt kæru dags. 1. apríl 2023, þar sem kært er aðgerðarleysi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Einnig er lagt fram bréf innviðaráðuneytisins dags. 7. júní 2023 með tilkynningu um kvörtun sem hafi borist um að  Reykjavíkurborg hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum við eftirlit á loftgæðum og aðgerðum til að draga úr loftmengun. Einnig er lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2023 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. júlí 2023, ásamt fylgigögnum. HER23010001

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. mars 2023, ásamt kæru nr. 39/2023 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að gefa út starfsleyfi fyrir tjaldsvæði í landi Skrauthóla 4 á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. maí 2023 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. ágúst 2023. Úrskurðarorð: Kæru á ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 3. ágúst 2021 um útgáfu starfsleyfis fyrir tjaldsvæði í landi Skrauthóla 4, Kjalarnesi er vísað frá nefndinni. Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 23. febrúar 2023 um að hafna beiðni um að taka til endurskoðunar og/eða afturkalla starfsleyfis fyrir tjaldsvæði í landi Skrauthóla 4, Kjalarnesi. HER23010001

    Fylgigögn

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. apríl 2023 ásamt kæru nr. 44/2023, dags. 4. apríl 2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfis fyrir Alifuglabúið að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. maí 2023 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. ágúst 2023. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 8. mars 2023, um að hafna kröfu um að starfsleyfi alifuglabús að Brautarholti 5, Kjalarnesi verði fellt úr gildi og er málinu vísað til heilbrigðiseftirlitsins að nýju til frekari meðferðar. HER23010001

    Fylgigögn

  13. Lagt fram erindi Matvælaráðuneytisins, dags. 12. október 2023 ásamt kæru, dags. 11. október 2023  þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 22. september 2022 um sölustöðvun á Cocoa puffs morgunkorni í verslunum Samkaupa í Reykjavík, þ.m.t. netverslun, frá og með 28. september 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 26. október 2022 og úrskurður Matvælaráðuneytis, dags. 18. ágúst 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sölustöðvun á morgunkorninu Cocoa Puffs, dags. 14. júní 2022. Lagt er fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að taka málið aftur til meðferðar. HER23010001

    Fylgigögn

  14. Lagður fram úrskurður matvælaráðuneytis, dags. 15. ágúst 2022 um ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 14. júní 2022, um sölustöðvun á Lucky Charms morgunkorni í verslunum kæranda, þ.m.t. netverslun frá og með 15. júní 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sölustöðvun á morgunkorninu Lucky Charms, dags. 14. júní 2022. Lagt er fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykajvíkur að taka málið aftur til meðferðar. HER23010001

    Fylgigögn

  15. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. maí 2023, 6. júní 2023, 13. júní 2023, 20. júní 2023, 22. júní 2023, 27. júní 2023, 29. júní 2023, 4. júlí 2023, 11. júlí 2023, 13. júlí 2023, 18. júlí 2023, 19. júlí 2023, 25. júlí 2023, 1. ágúst 2023, 8. ágúst 2023, 15. ágúst 2023, 18. ágúst 2023, 22. ágúst 2023, 29. ágúst 2023 og 5. september 2023. HER21120009

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Elliðaár. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram á fundi Borgarráðs, dags. 31. ágúst 2023 og send heilbrigðisnefnd til meðferðar með tölvupósti þann 6. september 2023.

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. MSS23080126

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:37

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Ólafur Hvanndal Jónsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 14.9.2023 - Prentvæn útgáfa