Heilbrigðisnefnd
Ár 2023, fimmtudaginn 8. júní kl. 11:03, var haldinn 141. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Staða starfrænnar innleiðingar og tölvukerfa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
- Kl. 11:09 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum.
Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri, Ásta Þöll Gylfadóttir, teymisstjóri og Velina Apostolova, sérfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið. HER23010001
-
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að farið verði í formlegar sameiningarviðræður um sameiningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) og Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF). Mál þetta hefur lengi verið til umræðu og hafa verið sterk rök fyrir sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum. Samlegðaráhrif við sameiningu yrðu töluverð og mikil tækifæri til staðar sérstaklega þar sem er mikil skörun á málefnum þar sem bæði eftirlitin hafa eftirlit með s.s. strandlengjan um höfuðborgarsvæðið og vatnsverndarmál.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að farið verði í viðræður um sameiningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) og Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) og að heilbrigðisnefnd Reykjavíkur verði falið að halda utan um viðræðurnar.
Vísað til borgarráðs. USK23060045 -
Lögð fram umsókn Brúarskóla um undanþágu fyrir heimsóknir hunda í skólann, dags. nóvember 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. maí 2023.
Samþykkt. HER23010001Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dags. 4. maí 2023 um frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 17. maí 2023. HER23010001
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisráð tekur undir athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins (HER) og þakkar fyrir þær. Um viðkvæmt mál er að ræða og gerð er krafa um skjóta afgreiðslu. Sökum þess, og til þess að lágmarks búsetuskilyrði séu tryggð, þarf sérstaklega að gæta þess að málið sé vel unnið og allir þættir þess skýrir. Skoða þurfi betur eftirfarandi þætti: 1. Í undanþágunni birtist þversögn. Óskað er eftir undanþágu frá hollustuháttarreglugerð en á sama tíma tekið fram að fara þurfi eftir henni. Þetta þyrfti að skýra. 2. Ráðið tekur einnig undir áhyggjur HER varðandi hámarksfjölda einstaklinga í úrræðunum. Mikilvægt er að líta raunsætt á málið og taka tillit til þátta eins og menningarmun og þeirra flækjustiga sem því gæti fylgt. Sérstaklega þegar litið er til þess að verið er að líta til hóps sem þegar er í viðkvæmri stöðu. 3. Að lokum telur ráðið brýnt að hamra þurfi á því að um neyðarúrræði sé að ræða. Ráðið er einróma um að hámarkstími sé of rúmur - Að búseta í neyðarúrræðum gæti tæplega talist ásættanleg í þrjú og hálft ár.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 23. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðflugsljós við Suðurgötu á Reykjavíkurflugvelli ásamt tilkynningu Isavia innanlandsflugvallar ehf. um aðflugsljós við Suðurgötu á Reykjavíkurflugvelli, dags. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. apríl. 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um skipulagslýsingu vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Veðurstofureits, dags. 28. mars 2023 ásamt skipulagslýsingu skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. maí 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar um matsskyldufyrirspurn vegna Skólpdælustöðvar Veitna í Elliðavogi, dags. 2. maí 2023 ásamt matsskyldufyrirspurn Eflu verkfræðistofu, dags. 3. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 31. maí 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar um breytingu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og legu Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar, dags. 23. mars 2023 ásamt matsáætlun Eflu verkfræðistofu, dags. 3. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni skipulagsfulltrúa Reykjavíkur að skipulagslýsingu vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Elliðaárvogs/Ártúnshöfða - svæðis 7 ásamt skipulagslýsingu, dags. 25. janúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. apríl 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni skóla og frístundasviðs um tillögu varðandi loftgæðamæla við leikskóla, dags. 21. mars 2023 ásamt tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um loftgæðamæla við leikskóla sem standa nærri stofnbrautum í Reykjavík, dags. 6. febrúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um tillögu varðandi loftgæðamæla við leikskóla, dags. 16. maí 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í málum nr. 19/2023, 32/2023 og 33/2023 vegna kæru þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út nýtt tímabundið starfsleyfi fyrir starfsemi Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi sem samþykkt var á 137. fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur þann 25. janúar 2023. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. maí 2023. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 25. janúar 2023 um að samþykkja umsókn um starfsleyfi til handa Skotfélagi Reykjavíkur til reksturs skotvallar á Álfsnesi og útgáfa leyfisins sama dag. Einnig er lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun starfsemis, dags. 12. maí 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. apríl 2023, ásamt kæru nr. 42/2023, dags. 3 apríl 2023 og viðbótagögnum við kæru, dags. 4. apríl 2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að gefa út tímabundið starfsleyfi fyrir Skor að Geirsgötu 2-4. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. maí 2023 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. maí 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 31. mars 2023 um að gefa út tímabundið starfsleyfi til þriggja mánaða fyrir veitingastaðinn Skor, Geirsgötu 2–4. HER23010001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innviðaráðuneytis, dags. 5. júní 2023 ásamt kæru Aðalheiðar Jóhannsdóttur og Gunnlaugar Helgu Einarsdóttur vegna aðgerðarleysis heilbrigðisnefndar Reykjavíkur vegna loftmengunar í Reykjavík, dags. 1. apríl 2023. HER23010001
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11. apríl 2023, 14. apríl 2023, 18. apríl 2023, 25. apríl 2023, 28. apríl 2023, 2. maí 2023, 9. maí 2023, 16. maí 2023 og 23. maí 2023. HER21120009
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:06
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Helga Margrét Marzellíusardóttir
Hjálmar Sveinsson Ólafur Hvanndal Jónsson
Rannveig Ernudóttir Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. júní 2023