No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Ár 2023, fimmtudaginn 13. apríl kl. 11:00, var haldinn 140. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Birna Hafstein, Rannveig Ernudóttir, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram umsagnarbeiðni nefndasviðs Alþingis, dags. 7. mars 2023 um frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010 (uppbygging innviða) ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 14. mars 2023.
Svava Svanborg Steinarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER23010001
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd leggst ekki gegn því að leyfisveiting vegna lagningu raflína sé einfölduð. En nefndin tekur heilshugar undir ábendingar heilbrigðiseftirlitsins um skipulagsvald sveitarfélaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Dýraþjónustu Reykjavíkur, móttekið dags. 19. október 2022, þar sem óskað er eftir því að lausaganga hunda verði leyfð á afmörkuðu svæði á Klambratúni, tímabundið í samræmi við heimild í 10. gr. hundasamþykktar Reykjavíkur. Einnig eru lagðar fram umsagnir skrifstofu umhverfisgæða, dags. 31. mars 2023 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2023.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins, með vísan til skilyrða sem fram koma í umsögn skrifstofu umhverfisæða, dags. 31. mars 2023 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2023.
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins situr hjá við afgreiðslu málsins. HER23010001Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd styður að farið verði í þetta tilraunaverkefni. Nefndin leggur áherslu á að reglulega verði gerð stöðuskýrsla, hvað gengur vel, hvað gengur illa og hvað má bæta. Mikilvægt er að skýrt sé hvaða afmarkaða svæði sé til afnota í þessu verkefni. Einnig óskar nefndin eftir því að fá kynningu á því hvernig verkefnið gekk þegar því er lokið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. september 2022, ásamt kæru nr. 102/2022, dags. 9. september 2022, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að gefa út starfsleyfi fyrir Skor að Geirsgötu 2-4. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. mars 2023. Úrskurðarorð: Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 5. ágúst 2022, um að gefa út starfsleyfi til 12 ára fyrir veitingastaðinn Skor að Geirsgötu 2–4, er felld úr gildi. HER23010001
Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. apríl 2023, ásamt kæru nr. 42/2023, dags. 3. apríl, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að gefa út tímabundið starfsleyfi fyrir Skor að Geirsgötu 2-4. HER23010001
Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Samþykkt með vísan til heimildar í 3. mgr. 7. gr. samþykktar fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur að taka á dagskrá mál um stöðu málaskrárkerfis Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. HER23010001
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd hefur ítrekað bent á seinagang sem hefur verið í innleiðingu og uppsetningu á nýju málaskrárkerfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER). Búið er að framkvæma þarfagreiningu ítrekað en ekkert hefur gerst. Það er óviðunandi að starfsmenn HER búi við það að hafa ekki viðunandi tölvukerfi í kringum sína vinnu. Óskað er eftir því að sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og sviðstjóri þjónustu og nýsköpunarsviðs komi á næsta fund nefndarinnar og fari yfir málið. Mikilvægt er að koma þessu verkefni í fastan farveg og settur sé skýr rammi í kringum þetta.
-
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 14. mars, 21. mars, 28. mars, 31. mars, 4. apríl og 5. apríl 2023. HER21120009
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:40
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Hjálmar Sveinsson
Birna Hafstein Rannveig Ernudóttir
Ólafur Hvanndal Jónsson Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar 13.4.2023 - Prentvæn útgáfa