Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 139

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 16. mars kl. 11:03, var haldinn 139. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Jón Ragnar Gunnarsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram til kynningar, drög að ársuppgjöri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2022. USK23030149

  Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 2. Lagt fram til upplýsinga bréf  Fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkur dags. 6. febrúar 2023 vegna skuldbindinga og áhætta í rekstri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2024 - 2028 ásamt reglum um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, dags. 13. mars 2023, tíma- og verkáætlun A-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2024-2028, dags. 26. janúar 2023 og tíma- og verkáætlun fyrir árið 2023, ódags. USK23030150

  Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 3. Lagt fram til kynningar, ársskýrslu framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu 2022. Einnig er lögð fram fundargerð 139. fundar framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins, dags. 22. febrúar 2023. USK23030181

  Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram til kynningar, uppdráttur TAG teiknistofu ehf. dags 9. febrúar 2023 vegna deiliskipulagsbreytingu í Saltvík á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. mars 2023. USK23030182

  Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. febrúar 2023, ásamt kæru, dags. 25. febrúar 2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna útgáfu á starfsleyfi til Skotfélags Reykjavíkur, veitt til tveggja ára. USK23030183

  Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 6. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. febrúar 2023, ásamt kæru, dags. 27. febrúar 2023, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna útgáfu á starfsleyfi til Skotfélags Reykjavíkur, veitt til tveggja ára. USK23030184

  Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 7. Lögð fram umsókn um undanþágu fyrir dýrahaldi,  sbr. 19. gr. rlg. nr. 941/2002 um hollustuhætti, á heilbrigðisstofnun Maríuhúss að Blesugróf 27, dags. 21. febrúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2023. Lagt er til að umsóknin verði samþykkt. USK23030186
  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 8. Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 7. febrúar 2023, 14. febrúar 2023, 21. febrúar 2023, 23. febrúar 2023, 28. febrúar 2023, 7. mars 2023 og 9. mars 2023. HER21120009

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:10

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Helga Margrét Marzellíusardóttir

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Ólafur Hvanndal Jónsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 16. mars 2023