Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 138

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 11:05, var haldinn 138. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Rannveig Ernudóttir, Sandra Hlíf Ocares, Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson,  Rósa Magnúsdóttir, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Kynning á vöktun strandsjávar fyrir árið 2022.

    Helgi Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 11:06 tekur Helga Margrét Marzellíusardóttir sæti á fundinum. USK23020057

  2. Kynning á vöktun loftgæða fyrir árið 2022. USK23020058

  3. Kynning á greinargerð vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma starfsleyfis Björgunar. USK23020059

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsagnarbeiðni nefndarsviðs Alþingis, dags. 5. janúar 2023 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002 (innihaldsefni, umbúðir o.fl.) ásamt þingskjali 672 - 530. mál. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. janúar 2023. USK23020060

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram tillögur starfshóps heilbrigðisnefndar um stafrænar starfsleyfisumsóknir USK23020069

    Heilbrigðisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Heilbrigðisnefnd fagnar vinnu starfshópsins og þakkar þeim aðilum sem gáfu sér tíma og tóku þátt í vinnu starfshópsins. Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að tillögur starfshópsins verði framkvæmdar sem fyrst. Mikilvægt er að gengið sé strax í þær tillögur sem eru einfaldar í framkvæmd eins og að vera með eyðublöð á ensku og skýringum/upplýsingum sé bætt inn á umsóknareyðublöðin sem eru á netinu. Mikilvægt er að þjónustu og nýsköpunarsvið (ÞON) setji þessa vinnu í forgang og óskar nefndin eftir því að vera upplýst um framgang mála. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. febrúar 2023, ásamt kæru nr. 19/2023, dags. 31. janúar 2023, þar sem kærð er ákvörðun heilbrigðisnefndar um að gefa út nýtt starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur, sbr. samþykkt heilbrigðisnefndar, dags. 25. janúar 2023. USK23020061

  7. Lögð fram fyrirspurn Landsnets um matsskyldu um breytingar á Hamraneslínum 1 og 2, dags, 13. desember 2022 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. janúar 2023. USK23020062

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2023, 17. janúar 2023, 24. janúar 2023 og 31. janúar 2023. Einnig er lögð fram leiðrétt fundargerð, dags. 3. janúar 2023. HER21120009

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2023, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar, dags. 7. febrúar 2023 var samþykkt að Egill Þór Jónsson taki sæti í heilbrigðisnefnd í stað Róbert Arons Magnússonar. MSS22060075

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:38

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Helga Margrét Marzellíusardóttir

Ólafur Hvanndal Jónsson Rannveig Ernudóttir

Sandra Hlíf Ocares Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 9. febrúar 2023