Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 137

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, miðvikudaginn 25. janúar kl. 14:04, var haldinn 137. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 4. hæð, Varmadal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Birna Hafstein, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:  Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðjón Ingi Eggertsson, Haraldur Sigurðsson, Vigdís Þóra Sigfúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Snædís K. Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til afgreiðslu umsókn Skotfélags Reykjavíkur, kt. 600269-2919, dags. 31. maí 2022, að loknu auglýsingaferli, um starfsleyfi fyrir skotvöll (Skotfélag Reykjavíkur) að Álfsnesi, ásamt greinargerð félagsins vegna áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi. Einnig eru lögð fram almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi dags. 5. desember 2018, sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi til auglýsingar dags. 21. nóvember 2022, ásamt drögum að sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi með breytingum til samþykktar eftir auglýsingu, dags. 25. janúar 2023, bréf Umhverfisstofnunar dags. 11. mars 2022, úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. desember 2022, umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 11. október 2023, umsögn deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur dags. 23. janúar 2023 og drög að greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um málsmeðferð umsóknar og útgáfu starfsleyfis fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi, sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Starfsleyfisumsókn Skotfélags Reykjavíkur var lögð fyrir 1679. afgreiðslufund Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þann 17. janúar 2023. Í samræmi við 3. gr. viðauka 2.2. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 var samþykkt að vísa málinu til heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Lagt er til að samþykkt verði að veita starfsleyfi til tveggja ára með almennum starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og með sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur, kt. 600269-2919, fyrir skotvöll í Álfsnesi, dags. 25. janúar 2023. HER23010001
    Samþykkt.

    Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:

    Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggur fram og skilað verður 1. júní næstkomandi. Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára.  Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið.
     

     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:40

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Alexandra Briem

Birna Hafstein Hjálmar Sveinsson

Sandra Hlíf Ocares Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Aukafundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur