Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 136

Heilbrigðisnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 12. janúar kl. 11:28, var haldinn 136. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Sandra Hlíf Ocares, og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með rafrænum hætti: Ellen Jacqueline Calmon og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Guðjón Ingi Eggertsson.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem tók sæti með rafrænum hætti.
Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram til samþykktar tillaga að ráðningu Tómasar G. Gíslasonar í stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

  Samþykkt.

  Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010079

  Fylgigögn

 2. Kynning á ráðningu í stöðu heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Lára Hallgrímsdóttir. USK23010080

 3. Lögð fram drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs, 243. mál ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. desember 2022.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010087

  Fylgigögn

 4. Kynning á loftgæðum og svifryksmengun um áramót 2022/2023.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010088

 5. Kynning á köfnunarefnistvíoxíðmengun  í upphafi árs 2023.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010090

 6. Lagðar fram kærur til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 94/2022, 95/2022 og 96/2022 varðandi útgáfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ásamt fylgigögnum.  Einnig er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. desember 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá 26. júlí 2022 um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi.

  Haraldur Sigurðsson deildarstjóri og Harri Ormarsson lögfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið. HER22010002

 7. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 6. desember 2022, 8. desember 2022, 13. desember 2022, 20. desember 2022, 22. desember 2022 og 3. janúar 2023. HER22010002

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:58

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein

Ellen Jacqueline Calmon Sandra Hlíf Ocares

Unnur Þöll Benediktsdóttir Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur