No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Ár 2022, fimmtudaginn 8. desember kl. 11:04, var haldinn 135. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Sandra Hlíf Ocares og Ólafur Jónsson frá Samtökum atvinnulífsins. Ellen Jacqueline Calmon tók sæti á fundinum með rafrænum hætti. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Vigdís Þóra Sigfúsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Kynning á ráðningu í stöður heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Jóhanna Margrét Haraldsdóttir og Pétur Halldórsson.
-
Lögð fram og kynnt skýrsla Eflu, dags. október 2022: Kortlagning hávaða við Reykjavíkurflugvöll.
Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Eflu, Haraldur Ólafsson, deildarstjóri flugumferðarstjórnar Isavia ANS og Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar taka sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Kynning á tillögum að starfsleyfisskilyrðum Björgunar ehf.
Fylgigögn
-
Kynnt árshlutauppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir janúar til september 2022.
Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um fiskeldi og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana (heimildir til bráðabirgðaráðstafana o.fl.), 390. mál ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. desember 2022.
Fylgigögn
-
Kynning á gildistöku og framkvæmd reglugerðar nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 8. nóvember 2022, 11. nóvember 2022, 15. nóvember 2022, 16. nóvember 2022, tvær frá 18. nóvember 2022, 22. nóvember 2022, 24. nóvember 2022 og 29. nóvember 2022.
Fylgigögn
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:05
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Ellen Jacqueline Calmon Hjálmar Sveinsson
Jórunn Pála Jónasdóttir Ólafur Jónsson
Sandra Hlíf Ocares
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Ellen Jacqueline Calmon
Jórunn Pála Jónasdóttir Sandra Hlíf Ocares
Hjálmar Sveinsson Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. desember 2022