Heilbrigðisnefnd
Ár 2022, fimmtudaginn 10. nóvember kl. 11:03 verður haldinn 134. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn verður haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson og Sandra Hlíf Ocares og Ólafur Jónsson frá Samtökum atvinnulífsins. Eftirtalinn fulltrúi sat á fundinum með rafrænum hætti: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.
Þetta gerðist:
-
Formaður óskar eftir að tilnefning Samtaka atvinnulífsins í Heilbrigðisnefnd sé tekið á dagskrá með afbrigðum sbr. heimild 3. mgr. 7. gr. Samþykktar fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Samþykkt að taka málið á dagskrá.
-
Lagt fram bréf frá Samtaka atvinnulífsins dags. 9. nóvember 2022 þar sem tilkynnt er að Ólafur Jónsson taki sæti sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins og Sigríður Ásta Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, sbr. 45. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Fylgigögn
-
Lögð fram og kynnt, skýrsla Eflu dags. október 2022: Kortlagning hávaða við Reykjavíkurflugvöll.
Frestað.
Fylgigögn
-
Kvartanir vegna hávaða við Reykjavíkurflugvöll kynntar.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnsýslukæru nr. 95/2022 dags. 26. október 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 26. júlí 2022 um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir rekstri skotvallar í Álfsnesi.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram og kynnt drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Kynning á starfsleyfisskilyrðum Björgunar.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 3. október 2022 vegna frumvarps til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál, sbr. þingskjal 144 – 144. mál. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. október 2022.
Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram stjórnsýslukæra dags. 9. september 2022 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita Rollsinum ehf. starfsleyfi til 12 ára til reksturs á krá með lágmarksmatargerð (Skor) að Geirsgötu 2 og 4. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. október 2022.
Fylgigögn
-
Lögð fram stjórnsýslukæra Samkaupa dags. 11. október 2022 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sölustöðvun á Cocoa Puffs morgunkorni í verslunum Samkaupa í Reykjavík, þ.m.t. netverslun. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. október 2022.
-
Lagt fram erindi frá Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. 19. október 2022 þar sem óskað er eftir að lausaganga hunda verði leyfð á afmörkuðu svæði á Klambratúni.
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
-
Lögð fram að nýju, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um gripið verði til virkra aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík, sbr. 24 liður fundargerðar borgarráðs, dags. 25. ágúst 2022 og vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. október 2022 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 6. nóvember 2022.
Tillögunni er vísað frá þar sem heilbrigðisnefnd telur ekki nægilega skýrt hvað í tillögunni felst.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 11. október 2022, 18. október 2022, 21. október 2022, 25. október 2022 og 1. nóvember 2022.
Fylgigögn
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hjálmar Sveinsson Jórunn Pála Jónasdóttir Ólafur Jónsson Sandra Hlíf Ocares Unnur Þöll Benediktsdóttir
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Hjálmar Sveinsson
Jórunn Pála Jónasdóttir Sandra Hlíf Ocares
Unnur Þöll Benediktsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
134. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10. nóvember 2022.pdf